Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í nýrri samnorrænni rannsókn kemur í ljós að Íslendingar eru þyngstir Norðurlandabúa. Tæplega 70% fullorðinna mælast annað hvort í yfirþyngd eða með offitu og það sama á við um fjórðung barna. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti landlæknis og Hildur Thors, læknir í offituteymi Reykjalundar ræddu stöðuna.
Suður-kóresku þættirnir Squid game eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir fyrr og síðar, en þeir fjalla um fólk í fjárkröggum sem keppir upp á líf og dauða í vinsælum barnaleikjum. Í þættinum er rætt við höfund og leikstjóra þáttanna.
Einnig sýnt frá dansverkinu Deildinni, sem er nokkurs konar sambræðingur af dansi og knattspyrnu.
