Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í byrjun vikunnar var nýr vefur Þjóðkirkjunnar settur í loftið og nýtt merki kirkjunnar kynnt og á næstu dögum hleypir Þjóðkirkjan af stokkunum auglýsingaherferð þar sem þekktir einstaklingar lýsa trú sinni og gildum. Rætt við biskup Íslands um hvers vegna ráðist sé í þetta verkefni.
Rætt við tónlistarmanninn Don Randi, sem lék með mörgum af frægustu tónlistarmönnum 20. aldar - eins og Elvis Presley, Beach Boys og Frank Sinatra. Hann spilar nú á Íslandi tíunda árið í röð.
Einnig sagt frá La Bohéme, óperunni sígildu sem nú fyllir Borgarleikhúsið af bassa- og baritónsöng.
