15:50
Myndasögur (2 af 10)
Ólafur Jens heitinn
Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Gunnsteinn Ólafsson fer yfir sögu föður síns, Ólafs Jens Péturssonar, og segir frá slysi sem hann lenti í við Reykjavíkurhöfn þegar hann fékk bómu í höfuðið og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Ólafur var síðar fluttur með sjúkraflugi til Kaupmannahafnar og fór þar í aðgerð. Hulda Emilsdóttir, mágkona Ólafs sem fór með honum til Kaupmannahafnar, segir frá því hvernig slysið horfði við henni og ferðinni út.
Er aðgengilegt til 13. febrúar 2026.
Lengd: 16 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.
