
Lífsbarátta á Norðurskautinu
Operasjon Arktis
Norsk fjölskyldumynd frá 2014 í leikstjórn Grethe Bøe-Waal. Systkini lenda í alls kyns ævintýrum eftir að þau eru óvart skilin eftir í snjóstormi á eyjunni Spitsbergen. Þar takast þau á við náttúruöflin og svanga ísbirni, en hvernig komast þau heim? Aðalhlutverk: Kaisa Gurine Antonsen, Ida Leonora Valestrand Eike og Leonard Valestrand Eike.