
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?

Danskir ferða- og matreiðsluþættir. Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kynnist bakstri og lífi víða um heim.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Helga Braga Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson og Katrín Júlíusdóttir.
Bríet flytur lagið Eina nótt í upphafi þáttar til heiðurs Helga Péturssyni.
Berglind Festival eignast gervigreindarkærasta.
Bríet flytur lagið Walk out the door í lok þáttar.

Heimildarþáttaröð frá 2020. Ofurhuginn Børge Ousland er enginn venjulegur útivistarmaður. Haustið 2019 hélt hann yfir Norður-Íshafið á skíðum og tók ferðina upp. Svaðilförin gekk ekki alveg að óskum og Ousland glímir við hrikalegar aðstæður á hjara veraldar.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Bjarney Guðrún Jónsdóttir stundar nám í virtum skóla og nýtur lífsins í heimsborginni Mílanó á Ítalíu. Bjarney hefur búið við skertan kraft í beinagrindavöðvum frá fæðingu og notat hjólastól til að komast leiðar sinnar, rétt eins og faðir hennar.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Gunnsteinn Ólafsson fer yfir sögu föður síns, Ólafs Jens Péturssonar, og segir frá slysi sem hann lenti í við Reykjavíkurhöfn þegar hann fékk bómu í höfuðið og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Ólafur var síðar fluttur með sjúkraflugi til Kaupmannahafnar og fór þar í aðgerð. Hulda Emilsdóttir, mágkona Ólafs sem fór með honum til Kaupmannahafnar, segir frá því hvernig slysið horfði við henni og ferðinni út.
Ævintýralegir breskir þættir frá 2021 með David Tennant í aðalhlutverki. Heimshornaflakkarinn Phileas Fogg heldur af stað í ferðalag. Hann ætlar sér að fara umhverfis jörðina á 80 dögum. Þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Aðalhlutverk: David Tennant, Ibrahim Koma og Leonie Benesch.

Menningarþættir fyrir ungt fólk frá 2002-2003. Í þáttunum er m.a. fjallað um tónlist og mannlíf, kynntar ýmsar starfsgreinar og fastir liðir eins og dót og vefsíða vikunnar verða á sínum stað.
Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir.

Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Þetta er síðasti þáttur ársins og ráðgátan ógurlega um kökuna í krúsinni heldur áfram .
Bjarmi klárar heimaverkefnið sitt um skólahljómsveitina, þegar hann fræðist um Klarinett og krakkarnir í Heimilisfræði ferðast til Ástralíu og útbúa einn vinsælasta eftirrétt Ástrala, Lamington köku.

Páll býr með fjölskyldu sinni í notalegu bresku smáþorpi og lendir í ýmsum póstburðartengdum ævintýrum.
Sigyn fær fluggáfaða krakka til að hjálpa sér að leysa ráðgátur um land allt. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Sagan segir að um árið 900 hafi Eiríkur rauði og kona hans Þjóðhildur knarrabringa sest að í Haukadal og búið þar í einhvern tíma. En getum við fundið sannanir þess að þau hafi í alvörunni búið þarna?
Baldur Valbergsson og Ívar Örn Haraldsson fara í leiðangur og leit að Eiríki rauða og fjölskyldunni hans.
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Bíldudalur er þekktur fyrir grænar baunir og sæskrímsli en þar ólst leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson líka upp. Við kynnumst æskuslóðum hans.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Björn Bragi Arnarsson, Halldór Laxness Halldórsson, Dóra Júlía Agnarsdóttir og Urður Örlygsdóttir.
Norsk fjölskyldumynd frá 2014 í leikstjórn Grethe Bøe-Waal. Systkini lenda í alls kyns ævintýrum eftir að þau eru óvart skilin eftir í snjóstormi á eyjunni Spitsbergen. Þar takast þau á við náttúruöflin og svanga ísbirni, en hvernig komast þau heim? Aðalhlutverk: Kaisa Gurine Antonsen, Ida Leonora Valestrand Eike og Leonard Valestrand Eike.

Íslensk spennumynd frá 2021 um örlagaríka nótt í lífi hins unga Ólivers er hann leitar að litla bróður sínum í undirheimunum. Leikstjórn: Anton Karl Kristensen og Ásgeir Sigurðsson. Aðalhlutverk: Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.

Fjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.