Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Innviðaþing var haldið í dag þar sem ráðherra boðuðu umtalsverða fjárfestingu í innviðum á næstu árum. Það er gert á sama tíma og krafa er um aðhald í ríkisrekstri. Hvernig fer þetta saman og hvar er þörfin mest þegar kemur að innviðum. Rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins og Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Birtu.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Sumt tónlistarfólk getur ýmislegt annað en sungið og spilað á hljóðfæri. Allskyns listafólk finnur sköpunarkraftinum farveg gegnum hinar ýmsu listgreinar og fremur jafnvel galdur. Fjöllistafólkið Klemens Hannigan og Ásta Fanney fremja einn slíkan fyrir okkur.

Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.
Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen stýra Stundinni okkar og prófa allt sem þeim dettur í hug.
Erlen og Lúkas sýna hvað gerist bak við tjöldin á RÚV. Þau kíkja í heimsókn í förðunarherbergið, búningageymsluna, hljóðstúdíó og líta við á fréttastofunni.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2022 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Breskir gamanþættir frá 2022 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.
Tíunda árið í röð bjóða RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á tónlistarveislu í beinni útsendingu frá Hörpu þar sem landsmönnum gefst kostur á að hafa áhrif á efnisskrána. Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina Söngur lífsins! Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason. Kynnar kvöldsins eru Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir.

Breskir sakamálaþættir byggðir á skáldsögum eftir P. D. James. Rannsóknarlögreglumaðurinn og ljóðskáldið Adam Dalgliesh rannsakar sakamál um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Bertie Carvel. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Þriðja þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.
Leikin frönsk þáttaröð frá 2023 um frönsku ofurfyrirsætuna, leik- og söngkonuna Brigitte Bardot. Fylgst er með Bardot fóta sig í breyttum veruleika við upphaf frægðar sinnar árið 1949 til ársins 1960. Aðalhlutverk: Julie de Nunez, Victor Belmondo og Géraldine Pailhas. Leikstjórn: Christopher Thompson og Danièle Thompson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.