
Klassíkin okkar - Söngur lífsins!
Tíunda árið í röð bjóða RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á tónlistarveislu í beinni útsendingu frá Hörpu þar sem landsmönnum gefst kostur á að hafa áhrif á efnisskrána. Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina Söngur lífsins! Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason. Kynnar kvöldsins eru Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir.