15:05
Silfrið
Sundrar Sundabraut eða sameinar?
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Silfrið heldur sig á innlendum vettvangi þessa vikuna. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra setja samgöngur úr skorðum, viðskiptabankar gera hlé á veitingu verðtryggðra lána meðan þeir ná áttum eftir vaxtadóm Hæstaréttar, og Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér aftur sem formaður Framsóknarflokksins. Við förum yfir þessi mál og fleiri með þingmönnunum Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Ólafi Adolfssyni og Snorra Másssyni.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 46 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður sjálfvirkt.