Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Landsbankinn er hættur að veita verðtryggð lán, nema til fyrstu kaupenda, eftir vaxtamálið svokallaða í Hæstarétti fyrir tveimur vikum. Hinir bankarnir hafa ekki tilkynnt um hver þeirra næstu skref verða en mikil óvissa er á bygginga- og fasteignamarkaði. Rætt er um áhrif vaxtamálsins við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks og Róbert Farestveit hagfræðing hjá Alþýðusambandi Íslands.
Hversu langt getur dómstóll götunnar gengið? Hvað þýðir nafnleynd á samfélagsmiðlum og hvar liggur línan þegar kemur að því að setja fram persónugreinandi upplýsingar? Við kynnum okkur málið í þættinum.
Fáir hafa meira að gera nú um stundir en starfsmenn bílaverkstæða - þar eru sumardekk tekin af í þúsundatali á degi hverjum. Við heimsækjum verkstæði í þættinum og heyrum líka í veðurfræðingi sem spáir í snjókomu morgundagsins.
