15:55
Kiljan
Kiljan
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Í Kilju þessarar viku fjöllum við um merkilegt rit sem nefnist Tímanna safn. Það inniheldur alls kyns forvitnileg sýnishorn úr Landsbókasafninu, skjöl, handrit, dagbækur, eldgamlar plötur, símaskrár og margt fleira. Ritstjórar bókarinnar eru Halldóra Kristinsdóttir og Hildur Ploder Vigfúsdóttir. Rithöfundurinn Magnús Sigurðsson kemur í þáttinn en bók hans Glerþræðirnir hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjuleg og skemmtileg efnistök. Skáldið Ásdís Óladóttir segir okkur frá ljóðabók sinni sem nefnist Rifsberjadalurinn. Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við okkur um frægustu ljóðabók íslenskrar bókmenntasögu, Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson, en nú er komin út enn ein útgáfa af henni. Gagnrýnendur okkar bregða á leik og fara á Bókamarkaðinn í Holtagörðum, koma svo klyfjuð af bókum í þáttinn.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 43 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,