19:35
Kastljós
Þingkosningar á Grænlandi og vaxtarræktarmenn
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Grænlendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa leiðtoga landsins næstu fjögur ár. Víða um heim er áhugi á kosningunum og meginástæðan er yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um að leggja Grænland undir sig eða kaupa það. Kjörstöðum verður lokað klukkan tíu að íslenskum tíma og niðurstöður kosninganna liggja fyrir í fyrramálið. Við ræðum kosningarnar og stöðu Grænlands við Boga Ágústsson fréttamann og Steinunni Þóru Árnadóttur, fyrrverandi formann Vestnorræna ráðsins. Þá heyrum við í Lindu Lyberth Kristiansen, grænlenskri konu sem býr hér á landi, um viðhorf Grænlendinga til kosninganna.

Hreyfing á líkamsræktarstöðvum er fyrir löngu orðin partur af lífi fjölmargra. Flestir láta það nægja að fara nokkrum sinnum í viku, en svo er til fólk sem tekur þetta skrefinu lengra. Óðinn Svan fór á æfingu með tveimur ungum mönnum sem lifa hreinlega fyrir ræktina.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.
,