Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hugverkaiðnaðurinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum og því er nú spáð að hann verði stærsta útflutningsstoð Íslands árið 2030. Samtök iðnaðarins leggja mikla áherslu á að til þess að þetta verði þurfi að fjölga fólki í tæknigreinum. Rætt við Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, og Sigurjón Þórðarson, formann atvinnuvegnanefndar.
Fyrirtækið Sóley organics er eitt fjölmargra nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Rætt var við stofnanda þess um þróunina og rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja á Íslandi.