
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi kemur krökkunum á óvart og leigir hoppukastala! Hann sér strax eftir því, þar sem það er mjög auðvelt að slasa sig í slíkum tækjum, sérstaklega þegar þau verða alveg stjórnlaus og hoppa og hoppa..
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft og Sjón ferðast hægt en örugglega í átt að jörðu, til að endurheimta silkiklútinn en hvar er stelpan? Áróra strýkur að heiman og heldur af stað í mjög langt ferðalag en hvar endar hún?
Edduverðlaunaþættir frá 2016 úr smiðju Ævars vísindamanns. Sem fyrr kannar Ævar furðulega og spennandi hluti úr heimi vísindanna. Hann fer meðal annars í svaðilför til Surtseyjar og rannsaka stærstu tilraun í heimi. Stórskemmtilegir þættir fyrir alla fjölskylduna. Dagskrárgerð: Gunnar B. Gudmundsson og Ævar Þór Benediktsson.
Í þættinum fjallar Ævar um konur í vísindum. Við heimsækjum fornleifafræðing og skoðum beinagrind, förum út á land og rannsökum verkefni hjá Landvernd, fjöllum um konurnar sem björguðu NASA, fræðumst um Samtök kvenna í vísindum og svo ætlar hin eina sanna Sprengju-Kata að kíkja í heimsókn.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Í þessum síðasta þætti vetrarins fær Gísli Marteinn til sín þau Boga Ágústsson, Kristrúnu Frostadóttur og Guðjón Davíð Karlsson.
Tónlistarkonan Bríet flytur nýtt lag af væntanlegri plötu.
Farið er yfir veturinn í máli og myndum.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Sveitin milli sanda, hin sígilda tónsmíð Magnúsar Blöndal Jóhannssonar frá árinu 1964, er löngu orðin að gersemi í hjarta okkar ungu þjóðar. Enda er lagið demantur í krúnudjásni ástsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, sjálfrar Elly Vilhjálms. Þeir Fílalags-bræður Snorri Helgason og Bergur Ebbi kjölfíla hér lagið með öllu sem tilheyrir. Við sögu koma Land Roverar, Rússajeppar, eldhræringar og margt margt fleira. Sandra Barilli lítur við.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í húsi í Reykjavík hefur forláta flugvélaskrúfa sem var bjargað úr ruslahaug hangið uppi á vegg í um 40 ár. Kann að vera að þessi flugvélaskrúfa tengist upphafsárum flugs á Íslandi og merkilegum vélum sem mörkuðu upphaf flugsögunnar hér á landi?
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Írski rithöfundurinn Claire Keegan er gestur í Kiljunni 30. apríl. Hún er afar vinsæll höfundur og bækur hennar hafa selst geysivel, líka hér á Íslandi. Á samkomu með Keegan á Bókmenntahátíð í Reykjavík komust færri að en vildu. Bók hennar Smáir hlutir sem þessir var nýskeð valin besta bók þessarar aldar á Írlandi. Hernán Diaz er rithöfundur, upprunninn í Argentínu, alinn upp í Svíþjóð en býr í New York. Hann ræðir við okkur um feikiskemmtilega skáldsögu sína sem heitir Trust og fékk Pulitzer-verðlaunin 2022. Njörður P. Njarðvík spjallar við okkur um tvær bækur. Önnur nefnist Ljáðu mér rödd og er eftir magnað ljóðskáld, Svíann Kjell Espmark. Njörður þýddi þetta mikla verk á íslensku. Hin er Atvik - á ferð um ævina en hún inniheldur minningabrot úr lífi Njarðar sjálfs. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Konu á buxum: Nokkrar furður úr ævi Þuríðar formanns eftir Auði Styrkársdóttur, Skálds sögu eftir Steinunni Sigurðardóttur og smásagnasafnið Seint og um síðir eftir áðurnefnda Claire Keegan.
Náttúrulífsþættir þar sem David Attenborough skoðar þróun lífsins á jörðinni í víðu samhengi, allt frá því frumstætt líf kviknaði fyrst í flæðarmálinu fyrir hundruðum milljóna ára til hins fjölskrúðuga lífs sem nú byggir jörðina.

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti stjórna Tinna og Linda æsispennandi keppni tveggja liða í Frímó. Þar er keppt í þrautunum Fílabraut og Vandamál. Í Jógastundinni sýna Finnbogi Jökull og Oddur Bragi fjörugar jógaæfingar. Í Víkingaþrautinni keppa krakkarnir í ljóðaflutningi og rímnaflæði.
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Að þessu sinni er Hrefna með hrekkjavökuþema í heimilisfræðinni þar sem krakkarnir útbúa þjóðlegan rétt, með hrekkjavökuívafi.
Krakkarnir búa til óhugnalegar ostamakkarónur með blóði og köngulóm.... Nammi!
Í smáseríunni Sport hittum við krakka og unglinga sem eru að æfa alls konar skemmtilegar íþróttir. Þau segja okkur frá íþróttinni sinni og sýna okkur nokkur undirstöðuatriði.
Karen Lind og Gunnlaugur Árni segja okkur frá því hvernig maður spilar golf.
Fram koma:
Karen Lind Stefánsdóttir
Gunnlaugur Árni Sveinsson
Snillingarnir Linda Ýr og Baldur Björn eru í rannsóknarleiðangri og ætla að komast að því hvers vegna náttúran er að breytast.
Jörðin er þáttur sem fjallar um umhverfismál og hvernig krakkar geta hjálpað til við að breyta heiminum til hins betra.
Umsjón: Linda Ýr Guðrúnardóttir og Baldur Björn Arnarsson
Hvað verður um alla hlutina sem við kaupum? Af hverju kaupum við svona mikið af öllu?
Linda og Baldur halda áfram að kanna lofslagsbreytingar í heiminum og nú skoða þau hvernig neysla hefur áhrif á hlýnun jarðar. Þau við Rögnu sem segir okkur frá því að hvernig það hefur neikvæð áhrif á loftslagið að kaupa svona mikið af fötum og hlutum.
Við heyrum söguna af Gretu Thunberg og kíkjum í Rauðakrossbúð þar sem fást notuð föt sem eru alveg eins og ný.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.
Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Vilhjálmur Siggeirsson.
Bresk kvikmynd frá 2015 í leikstjórn Julians Jarrold. Þegar seinni heimsstyrjöldinni lýkur árið 1945 og friður færist yfir Evrópu á ný fá prinsessurnar Elizabeth og Margaret leyfi til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Eftirvæntingin er mikil og rómantíkin liggur í loftinu. Aðalhlutverk: Sarah Gadon, Bel Powley og Emily Watson.
Bandarísk kvikmynd frá 2016 í leikstjórn Stephens Gyllenhaal. Heidi DeMuth er ung stúlka og býr með móður sinni sem er með þroskaskerðingu. Hana langar að vita meira um uppruna þeirra mæðgna en þekkir enga ættingja sína. Hún ákveður því að ferðast þvert yfir Bandaríkin upp á eigin spýtur í von um að finna svörin. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Söruh Weeks. Aðalhlutverk: Talitha Eliana Bateman, Alfre Woodard og John Heard. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þriðja þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu heldur Sindratorfæruna sem er fyrsta umferð Íslandsmótsins. Keppt hefur verið á svæðinu síðan 1973 og hefur keppnin ætíð verið ein sú vinsælasta á mótinu enda bíður svæðið upp á allt, brattar brekkur, akstur á vatni og í mýri.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu heldur Sindratorfæruna sem er fyrsta umferð Íslandsmótsins. Keppt hefur verið á svæðinu síðan 1973 og hefur keppnin ætíð verið ein sú vinsælasta á mótinu enda bíður svæðið upp á allt, brattar brekkur, akstur á vatni og í mýri.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu heldur Sindratorfæruna sem er fyrsta umferð Íslandsmótsins. Keppt hefur verið á svæðinu síðan 1973 og hefur keppnin ætíð verið ein sú vinsælasta á mótinu enda bíður svæðið upp á allt, brattar brekkur, akstur á vatni og í mýri.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu heldur Sindratorfæruna sem er fyrsta umferð Íslandsmótsins. Keppt hefur verið á svæðinu síðan 1973 og hefur keppnin ætíð verið ein sú vinsælasta á mótinu enda bíður svæðið upp á allt, brattar brekkur, akstur á vatni og í mýri.