Fílalag

Elly Vilhjálms - Sveitin milli sanda

Sveitin milli sanda, hin sígilda tónsmíð Magnúsar Blöndal Jóhannssonar frá árinu 1964, er löngu orðin gersemi í hjarta okkar ungu þjóðar. Enda er lagið demantur í krúnudjásni ástsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, sjálfrar Elly Vilhjálms. Þeir Fílalags-bræður Snorri Helgason og Bergur Ebbi kjölfíla hér lagið með öllu sem tilheyrir. Við sögu koma Land Roverar, Rússajeppar, eldhræringar og margt margt fleira. Sandra Barilli lítur við.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

1. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fílalag

Fílalag

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.

Þættir

,