Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Grænlendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa leiðtoga landsins næstu fjögur ár. Víða um heim er áhugi á kosningunum og meginástæðan er yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um að leggja Grænland undir sig eða kaupa það. Kjörstöðum verður lokað klukkan tíu að íslenskum tíma og niðurstöður kosninganna liggja fyrir í fyrramálið. Við ræðum kosningarnar og stöðu Grænlands við Boga Ágústsson fréttamann og Steinunni Þóru Árnadóttur, fyrrverandi formann Vestnorræna ráðsins. Þá heyrum við í Lindu Lyberth Kristiansen, grænlenskri konu sem býr hér á landi, um viðhorf Grænlendinga til kosninganna.
Hreyfing á líkamsræktarstöðvum er fyrir löngu orðin partur af lífi fjölmargra. Flestir láta það nægja að fara nokkrum sinnum í viku, en svo er til fólk sem tekur þetta skrefinu lengra. Óðinn Svan fór á æfingu með tveimur ungum mönnum sem lifa hreinlega fyrir ræktina.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni mætast lið Hornafjarðar og Skagafjarðar. Lið Hornafjarðar skipa Embla Grétarsdóttir, Þorsteinn Sigfússon og Þorvaldur Þorsteinsson en fyrir Skagafjörð keppa Inga María Baldursdóttir, Kristján B. Jónasson og Ólafur Sigurgeirsson.
Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
30 ára ferill Spaugstofunnar og þeirra sem stóðu á bak við hana rakinn í upprifjun á gömlu sjónvarpsefni, viðtölum við mennina á bak við þættina og fjölmarga aðra sem tengdust þeim, birtust í þeim eða voru fórnarlömb þeirra. Umsjón: Gísli Marteinn Baldursson. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Kastljós er að mestu helgað leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dublin fyrir sex árum. í hlaðvarpinu Hvar er Jón, sem unnið er í samstarfi RUV og írska ríkisútvarpsins, koma fram nýjar upplýsingar um aðdraganda hvarfsins auk þess sem írska lögreglan er harðlega gagnrýnd fyrir slæleg vinnubrögð við rannsóknina. Um helgina var fjölskylda Jóns Þrastar stödd í Dublin, meðal annars til að funda með lögreglunni um næstu skref í málinu. Kastljós fylgdi fjölskyldunni til Írlands. Þar að auki verður rætt við bróður Jóns sem upplýsir okkur um næstu skref lögreglunnar í málinu.
Litið við á íslensku tónlistarverðlaununum sem voru afhent í Hörpu í kvöld.

Bein útsending frá Íslensku tónlistarverðlaununum 2025 þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram. Verðlaunahátíðin er uppskeruhátíð íslenska tónlistargeirans, þar sem íslenskt tónlistarfólk sem kemur úr öllum stefnum og straumum er verðlaunað fyrir það sem stóðu upp úr á árinu 2024. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Ingunn Ásdísardóttir er gestur í Kilju vikunnar. Hún ræðir um bók sína sem nefnist Jötnar hundvísir og fékk Fjöruverðlaunin nýskeð. Þetta er afar forvitnileg rannsókn á hlutverki jötna í norrænni goðafræði. Shaun Bythell rekur fornbókaverslun í smábæ á Skotlandi og hefur skrifað um það bækur sem hafa komið út á íslensku. Hann ræðir við okkur um bækurnar og bóksöluna og má teljast afar skemmtilegur en nokkuð kaldhæðinn viðmælandi. Almanak Þjóðvinafélagsins hefur komið út allar götur síðan 1874 og gerir enn - við fræðumst um útgáfuna hjá Arnóri Gunnari Gunnarssyni ritstjóra. Ljóðskáldið Ragnheiður Lárusdóttir segir frá bók sinni Veður í æðum, þar fjallar hún meðal annars um eiturfíkn dóttur sinnar. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur skoðar uppáhaldsbækur sínar með okkur. Gagnýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Í sama strauminn: Stríð Pútíns gegn konum eftir Sofi Oksanen, Leiðin í hundana eftir Erich Kästner og Óli K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur.
Rómantísk gamanþáttaröð frá 2023 byggð á skáldsögu eftir Henry Fielding, The History of Tom Jones, a Foundling. Þættirnir segja frá Tom Jones, efnalitlum ungum manni, sem verður ástfanginn af nágrannakonu sinni, Sophiu. Mikill munur á samfélagslegri og fjárhagslegri stöðu þeirra veldur því að fjölskyldur þeirra reyna að stía þeim í sundur en mun ástin sigra að lokum? Aðalhlutverk: Sophie Wilde, Solly McLeod og Shirley Henderson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Rýmið til í stofunni og búið ykkur undir sveifluna. Allir geta dansað með í DaDaDans. Einfaldir dansar við skemmtilega íslenska tónlist.
Danshöfundur: Sandra Ómarsdóttir
Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Nú dönsum við einn dans með Páli Óskari í stanslausu stuði.
Allir út á gólf - dönsum saman.
Danshöfundur:
Sandra Ómarsdóttir
Dansarar:
Rut Rebekka Hjartardóttir
Una Lea Guðjónsdóttir
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi finnur skál af ógeðslegum afgöngum í ísskápnum. Dóttir hans vill ólm smakka úr skálinni en Eddi vill það alls ekki, því hún gæti breyst í skrímsli!
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?