Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Aftakaveðri var vart slotað á Suðurhelmingi landsins þegar það tók sig upp á vestur- og austurhluta landsins. Rætt við verkstjóra RARIK á Austurlandi, Hafliða Bjarka Magnússon, bóndann Óðinn Loga Þórisson, bónda á Vattarnesi og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar, Jónu Árnýju Þórðardóttur. Kennaraverkföll halda áfram, þar með talið á Sauðárkróki. Rætt við deildarstjórana í Ársölum, Hönnu Maríu Gylfadóttur og Ásbjörgu Valgarðsdóttur ásamt Sunnu Gylfadóttur, framhaldsskólakennara og Herdísi Jónsdótttur, leikskólakennara. Söngvakeppnin hefst á laugardag og æfingar myrkra á milli. Selma Björnsdóttir leikstýrir atriðunum í ár ásamt Svíanum Thomasi Benstem. Leikritið Skeljar eftir Magnús Thorlacius fjallar um stærstu spurningu lífsins og stærsta viðfangsefni þess ástina. Með hlutverk fara Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson.
24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Fljótsdalshéraðs og Norðurþings. Lið Fljótsdalshéraðs skipa Þorsteinn Bergsson, Margrét Urður Snædal og Stefán Bogi Sveinsson og fyrir Norðurþing keppa Ljótu hálfvitarnir Þorgeir Tryggvason, Guðmundur Svafarsson og Sævar Sigurgeirsson.
Þættir frá 2007 þar sem íslenskir lagasmiðir flytja nokkur verka sinna í sjónvarpssal. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Í þessum þætti flytur Pétur Ben nokkur lög og spjallar við hlustendur. Pétur er ungur lagasmiður og gítarleikari. Hann gaf út fyrstu sólóplötu sína, Wine for My Weakness, í fyrra og þótti hún prýðilega vel heppnuð. Þá samdi hann tónlistina við myndir Ragnars Bragasonar og Vesturports, Börn og Foreldrar, hefur spilað meðal annars með Mugison og ætlar að stýra upptökum á næstu plötu Bubba Morthens.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Rétt áður en seinni heimstyrjöldin skall á komu hingað til lands þýskir svifflugmenn í þeim tilgangi að kenna Íslendingum svifflug. Í þessum þætti munum við fjalla um barmmerki sem talið er að þeir hafi skilið eftir hér á landi sem gjöf og segi kannski aðra sögu um tilgang heimsóknarinnar. Í þessum þætti rannsaka Sigurður og Viktoría merkið og söguna á bakvið það.
