Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Það eru jákvæðar breytingar í kortunum í efnahagsmálum. Spáð er að verðbólga fari undir 4 prósent nú í mars í fyrsta sinn síðan 2020 og að stýrivextir verði lækkaðir í 7,75 prósent. En það eru líka blikur á lofti, sérstaklega vestanhafs þar sem yfirvofandi tollastríð gæti hleypt verðbólgubálinu aftur af stað. Rætt við Unu Jónsdóttur, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, og Róbert Farestveit, sviðsstjóra hagfræði og greiningasviðs ASÍ.
Söngleikur um Ladda í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Kastljós settist niður með Ladda sem opnaði sig um æskuna og áreitið.
Matarhátíðin Food and fun fer fram um helgina. Kastljós kíkti á tvo erlenda gestakokka.