Í þáttunum skyggnumst við inn í líf ungra Íslendinga sem takast á við krefjandi og spennandi hluti. Í þessari þáttarröð fylgjumst við meðal annars með eina íslenska atvinnumanninum á brimbretti, förum í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Kaleo og kynnumst einum færasta húðflúrara í heimi. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Jökull Júlíusson, söngvari og lagahöfundur hljómsveitinnar Kaleo, kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2013. Þar með hófst ótrúlegt ferðalag sveitarinnar; útgáfusamningur við plötuútgáfuna Atlantic Records, samningar um að tónlist þeirra yrði notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og endalaus tónleikaferðalög.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Garðabæjar og Hveragerðis. Fyrir Garðabæ keppa Vilhjálmur Bjarnason, Elías Karl Guðmundsson og
Ragnheiður Traustadóttir. Fyrir Hveragerði keppa Svava Þórðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Sigurður Blöndal. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Önnur sería þessara leiknu þátta sem byggðir eru á ókláraðri skáldsögu Jane Austen frá 1817. Þættirnir segja frá Charlotte Heywood, ungri konu sem flyst frá sveitaheimili foreldra sinna til sjávarþorpsins Sanditon þar sem ýmsar breytingar eru í vændum. Aðalhlutverk: Rose Williams, Crystal Clarke og Kris Marshall.
Íslensk þáttaröð í sex hlutum í umsjón Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði. Í þáttunum er fylgst með fjölbreyttum hópi fólks taka næringar- og matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að nærast betur - og njóta um leið. Framleiðandi: Sagafilm.
Eva Margrét Jónudóttir og Jón Sigurður Snorri Bergsson búa í Borgarnesi ásamt börnum sínum tveimur, Þóreyju og Bergi. Fjölskyldan er mikið fyrir mat, heldur í þjóðlegar hefðir og eldar oft í stórum skömmtum til að búa í haginn. Nart á milli mála truflar seddustjórnunina hjá þeim öllum, auk þess sem þau þurfa að huga að skammtastærðum og almennu skipulagi varðandi mat og matarundirbúning.
Norskir þættir um líkamstjáningu þar sem teknar eru fyrir ýmsar aðstæður sem fólk verður gjarnan óöruggt í. Fjallað er um hvernig hægt er að vinna með líkamstjáningu til að virka öruggari til dæmis á stefnumótum og í atvinnuviðtölum.


Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.

Önnur sería af þessari skemmtilegu keppni þar sem danskir krakkar reyna á hæfileika sína á ströndinni og í vatninu í æsispennandi keppni um besta strandvörðinn.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Í þessum lokaþætti Er þetta frétt? að sinni eigast við fulltrúar ýmissa fjölmiðla sem hafa horfið af braut. Það eru þær Lóa Pind Aldísardóttir sem var eitt sinn starfsmaður NFS og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir frá Blaðinu sem mæta þeim Guðmundi Steingrímssyni frá Tímanum og Þorsteini Joð Vilhjálmssyni af Ekki fréttastofunni.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Breskir spennuþættir byggðir á samnefndri skáldsögu Anthonys Horowitz. Ritstjórinn Susan Ryeland fær í hendurnar handrit að nýjustu skáldsögu glæpasagnahöfundarins Alans Conway. Þegar hún kemst að því að lokakaflann vantar í handritið hefur hún leit að týndu blaðsíðunum og flækist í leiðinni óvænt í vef lyga og leyndarmála. Aðalhlutverk: Lesley Manville, Conleth Hill og Tim McMullan.

Sannsöguleg kvikmynd frá 2021 í leikstjórn Kevin Macdonald. Mohamedou Ould Slahi, fanga í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu, er haldið án ákæru í meira en áratug. Hann leitar hjálpar lögfræðingsins Nancy Hollander til að losna úr fangavistinni. Aðalhlutverk: Tahar Rahim, Jodie Foster og Benedict Cumberbatch. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Breskir sakamálaþættir frá 2021. Rannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick rannsakar hvarf fyrrum meðlims IRA. Hann neyðist til að horfast í augu við fortíðina þegar hann áttar sig á að málið tengist gömlu óleystu sakamáli sem tengist honum persónulega. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.