Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fyrsta fjármáláætlun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt í morgun og hagræða á um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Rýnt er í fjármálaáætlunina í Kastljósi kvöldsins með Ásgeiri Brynjari Torfasyni ritstjóra Vísbendingar og doktor í fjármálum og Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.
Fatahönnuðurinn Arason segir flíkur sínar eiga að standast bæði tímans og tískunnar tönn í 20 ár. Hann skilgreinir vel klæddan karlmann í Kastljósi kvöldsins.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Í þættinum er rætt um fyrirhugaðar hækkanir á veiðigjöldum og um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Gestir í fyrri hluta
Dagur B Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar
Sonja Yr Þorbergsdóttir formaður BSRB
Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknarflokksins
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisfloksins
Gestir í seinni hluta
Kristinn Jónasson bæjarstjóri i Snæfellsbæ
Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvík
Arna Lára Jónsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Fjarðabyggðar og Garðabæjar eigast við í 16 liða úrslitum.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Eliza Reid er gestur í Kilju vikunnar. Hún segir frá nýrri spennusögu sem hún hefur skrifað og kemur út bæði á íslensku og ensku. Diplómati deyr er nafnið á bókinni. Sofia Nannini er ítalskur arkitektúrsagnfræðingur sem fékk áhuga á íslenskri steinsteypu og segir okkur frá bók sem hún hefur sett saman og nefnist The Icelandic Concrete Saga. Sæunn Gísladóttir er búsett á Siglufirði, starfar á Akureyri, og kemur í þáttinn með fyrstu skáldsögu sína sem heitir Kúnstpása. Eyþór Árnason rabbar um ljóðabók sína Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur og flytur kvæði úr henni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um ævisögu Geirs H. Haarde, Fólk og flakk eftir Steingrím J. Sigfússon og Besta vin aðal eftir Björn Þorláksson. Þátturinn er á dagskrá nokkuð seinna en venjulega sökum afhendingar Edduverðlauna - en það borgar sig alveg að bíða.
Íslensk heimildarþáttaröð í þremur hlutum um hönnun á Íslandi og hátíðina HönnunarMars sem var haldin í Reykjavík í tíunda sinn árið 2018. Við kynnumst lífi og starfi hönnuða í dag og köfum ofan í þessa fjörugu hátíð sem tekur yfir höfuðborgina í mars á hverju ári. Dagskrárgerð: Janus Bragi Jakobsson, Kolbrún Vaka Helgadóttir og Tinna Ottesen.
Í þriðja og síðasta þætti fjöllum við um hátíðina HönnunarMars, sem skipulögð var í fyrsta sinn undir þéttum takti búsáhaldabyltingarinnar. Hátíðin skapaðist í miðju hruni og kveikti vonarneista hjá vonlítilli þjóð. Hún er frábrugðin erlendum hönnunarhátíðum að því leyti að almenningur tekur virkan þátt og höfuðborgin fær yfir sig líflegan blæ meðan á hátíðinni stendur. Við þræðum hátíðina með Angel Trinidad blaðamanni frá Hollandi, hjólum á milli opnana og dönsum líka smá.

Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Eldgos norðan Grindavíkur, fyrsti apríl og 80 ára rúningsmaður.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna er meginstoð varna Íslands. En samningurinn er um margt óljós og forgangsröðunin í Washington hefur breyst. Hver er staða varna og varnarsamnings?
Talið er að farsímanotkun bílstjóra sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Banaslys hafa orðið hér á landi sem rekja má til þessa. Samt notum við símann undir stýri sem aldrei fyrr, enda eigum við mörg hver orðið erfitt með að leggja símann frá okkur. Þegar fylgst er grannt með umferðinni er óhætt að segja að farsímanotkun undir stýri virðist nánast orðin reglan, frekar en undantekningin.

Sænsk þáttaröð frá 2019 þar sem tíu þátttakendur reyna að komast af í langvarandi rafmagnsleysi. Hversu vel erum við sem samfélag undirbúin fyrir óvænt neyðarástand, til dæmis af völdum náttúruhamfara?

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir
Þriðja þáttaröðin um daglegt líf og hættulegt starf lögregluþjóna í Malmö og ógnvekjandi andrúmsloftið sem gerir stöðugt erfiðara að aðskilja vinnuna og einkalífið. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Bresk glæpaþáttaröð frá 2022 byggð á sönnum atburðum. Samfélagið í námuþorpi á Mið-Englandi sundrast þegar tveir íbúar þess finnast myrtir. Lögregluna grunar að morðin tengist yfirstandandi námuverkfalli. Aðalhlutverk: David Morrissey, Lesley Manville og Robert Glenister. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.


Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Eldgos norðan Grindavíkur, fyrsti apríl og 80 ára rúningsmaður.
