Eitt stykki hönnun, takk

HönnunarMars

Í þriðja og síðasta þætti fjöllum við um hátíðina HönnunarMars, sem skipulögð var í fyrsta sinn undir þéttum takti búsáhaldabyltingarinnar. Hátíðin skapaðist í miðju hruni og kveikti vonarneista hjá vonlítilli þjóð. Hún er frábrugðin erlendum hönnunarhátíðum því leyti almenningur tekur virkan þátt og höfuðborgin fær yfir sig líflegan blæ meðan á hátíðinni stendur. Við þræðum hátíðina með Angel Trinidad blaðamanni frá Hollandi, hjólum á milli opnana og dönsum líka smá.

Frumsýnt

28. mars 2019

Aðgengilegt til

30. júní 2025
Eitt stykki hönnun, takk

Eitt stykki hönnun, takk

Íslensk heimildarþáttaröð í þremur hlutum um hönnun á Íslandi og hátíðina HönnunarMars sem var haldin í Reykjavík í tíunda sinn árið 2018. Við kynnumst lífi og starfi hönnuða í dag og köfum ofan í þessa fjörugu hátíð sem tekur yfir höfuðborgina í mars á hverju ári. Dagskrárgerð: Janus Bragi Jakobsson, Kolbrún Vaka Helgadóttir og Tinna Ottesen.

Þættir

,