Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðbrögð forsvarsmanna Evrópuríkja hafa verið hörð í kjölfar ákvörðunar Donalds Trumos um tollahækkun. Björn Malmquist fréttaritari RÚV í Brussel fór yfir viðbrögð þeirra í dag.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað eftir gærdaginn. Mikilvægt sé að atvinnulíf og stjórnvöld snúi bökum saman í hagsmunagæslu fyrir Ísland. Hún var gestur Kastljóss.
Fjórðungur eldriborgara upplifa sig einmana en félagsleg einangrun hefur aukist mikið undanfarin ár, og þá sérstaklega á meðal fólks, sem er hætt að vinna.
Hönnunarmars er nú hafin í 17. sinn. Kastljós kíkti á nokkrar sýningar.