
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Heimildarmynd frá 2022 um litáíska kvikmyndagerðarmanninn Jonas Mekas sem oft er nefndur guðfaðir framúrstefnukvikmyndagerðar í Bandaríkjunum. Mekas hélt eins konar lifandi dagbók þar sem hann skrásetti líf sitt með því að taka upp myndbönd yfir rúmlega 70 ára tímabil. Leikstjóri: K.D. Davison.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Ævintýralegir breskir þættir frá 2021 með David Tennant í aðalhlutverki. Heimshornaflakkarinn Phileas Fogg heldur af stað í ferðalag. Hann ætlar sér að fara umhverfis jörðina á 80 dögum. Þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Aðalhlutverk: David Tennant, Ibrahim Koma og Leonie Benesch.

Menningarþættir fyrir ungt fólk frá 2002-2003. Í þáttunum er m.a. fjallað um tónlist og mannlíf, kynntar ýmsar starfsgreinar og fastir liðir eins og dót og vefsíða vikunnar verða á sínum stað.
Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir.

Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Bjalla kynnist Lustelle leikhúsinu hans Bolla, sem enginn áhorfandi hefur fengið að upplifa áður.
Krakkarnir í heimilisfræði ferðast hinum meginn á hnöttinn þar sem þau kynnast Sushi matargerð og við förum í tímaflakk til ársins 2010 þar sem við hittum Dýrmund og Rottó

Páll býr með fjölskyldu sinni í notalegu bresku smáþorpi og lendir í ýmsum póstburðartengdum ævintýrum.
Sigyn fær fluggáfaða krakka til að hjálpa sér að leysa ráðgátur um land allt. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Aron Gunnar Einarsson og Heiðmar Þór Magnússon í Vestmannaeyjum fylgja vísbendingum og hjálpa Sigyn í leitinni að gyllta lundanum.

Sænskir heimildarþættir frá 2022 þar sem farið er yfir tískusögu Svíþjóðar frá 1960 til dagsins í dag. Auk þess er fjallað um þekktustu fatahönnuði landsins. Í hverjum þætti er einn áratugur tekinn fyrir.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Magnús Jóhann Ragnarsson, Óskar Guðjónsson, Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir.

Bresk gamanmynd frá 2022 í leikstjórn Stephens Frears. Sjálfmenntaði sagnfræðingurinn Philippa Langley storkar þunglamalegu háskólasamfélagi árið 2012 með tilraun til að finna líkamsleifar Ríkarðs konungs III, sem hafa verið týndar í meira en 500 ár. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Aðalhlutverk: Sally Hawkins, Steve Coogan og Shonagh Price.

Sannsöguleg bandarísk kvikmynd frá 2016 um stærðfræðingana Katherine Johnson, Dorothy Vaughan og May Jackson sem störfuðu hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Þær voru konurnar á bak við tímamótageimferð Johns Glenn árið 1962, þegar hann varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem fór á braut um Jörðu. Á sama tíma þurftu þær að kljást við fordóma og mótbyr vegna kyns og húðlitar. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Leikstjóri: Theodore Melfi. Aðalhlutverk: Taraji P. Henson, Octavia Spencer og Janelle Monáe. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.