12:45
Landakort
Sauma föt á sjálfa jólasveinana

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

„Grýla hafði bara samband og spurði hvort það væri ekki hægt að fá almennileg föt,“ segir Kristín Sigurðardóttir, handverkskona á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Það má eiginlega segja að hún og og vinkona hennar, Ragnheiður Kristjánsdóttir, hafi undanfarin ár séð til þess að sjálfir jólasveinarnir fari ekki jólaköttinn því þær sauma buxur, vesti, brækur og skó á alla sveinana 13.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 5 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,