Svipmynd

Svipmynd af kvikmyndargerðarmanni / Rúnar Rúnarsson

Rúnar Rúnarsson hóf feril sinn í framhaldsskóla á stuttmyndinni Klósettmenningu í miðju kennaraverkfalli. Þar á eftir fylgdi stuttmynd um geimverur og nokkrar heimildamyndir en einnig sinnti Rúnar á þeim tíma ýmsum störfum innan kvikmyndabransans á Íslandi.

Hann komst inn í Danska kvikmyndaháskólann með stuttmyndinni Síðasti bærinn, en mynd hlaut fjölda alþjóðlegra verðlauna og var þar auki tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Tvær stuttmyndir sem einnig nutu mikilla velgengni fylgdu í kjölfarið og árið 2011 frumsýndi Rúnar Eldfjall, sína fyrstu mynd í fullri lengd. Þrestir og Bergmál komu í kjölfarið og velgengni Rúnars á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum hélt áfram. Það segja stuttmyndin Síðasti bærinn hafi sett ákveðin tón í höfundaverk Rúnars sem hefur ómað síðan. Kvikmyndir hans eru oftar en ekki teknar á filmu, þær eru ljóðrænar þroskasögur um fólk á tímamótum, þar sem umhverfið leikur stórt hlutverk. Þetta eru stórar sögur sem fjalla um það smáa í tilverunni.

Hans nýj­asta kvik­mynd, Ljós­brot, virðist sverja sig í það höfundaverk en hún hefur verið

val­in til sýn­ing­ar í aðaldag­skrá kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Cann­es. Ljós­brot ger­ist á fal­leg­um vor­degi þegar líf Unu snýst á hliðina á svip­stundu. Upp­hefst þá rúss­íbana­ferð til­finn­inga, þar sem mörk­in milli hlát­urs og gráts, feg­urðar og sorg­ar, verða stund­um óskýr. Mynd­in er opn­un­ar­mynd í Un Certain Regard-flokki hátíðar­inn­ar, þar sem kvik­mynd­um sem sýna list­ræna djörf­ung er hampað.

Frumflutt

15. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svipmynd

Svipmynd

Listamenn koma með tónlist í farteskinu og rifja upp sögur úr lífi sínu, segja frá verkum, áhrifavöldum og andagift. Dregin er upp svipmynd vikulega í menningarþættinum Víðsjá á Rás1.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,