Stillansinn

4. þáttur: Hljómsvörf, spuni og morgunæfingar Davíðs Þórs

Davíð Þór Jónsson er einn af okkar mestu galdramönnum á sviði tónlistarinnar. Upp á síðkastið hefur hann verið fyrirferðarmikill í íslensku tónlistarlífi í hlutverki sem fer honum einstaklega vel, þar sem hann kemur einn fram og gefur sig spunanum fullkomlega á vald. Hann ræðir nálgun sína við píanóið, hljómhvörf, spuna og tónlistarnámið sem virðist halda endalaust áfram.

Hægt er hlusta á lagalista þáttarins á Spotify.

Frumflutt

13. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Stillansinn

Stillansinn

Benedikt Hermannson ræðir við góða gesti um tungumál tónfræðinnar og varpar ljósi á byggingareiningar tónlistarinnar.

Þættir

,