
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við ætlum að hefja þáttinn á því að kynnast Jóni Ósmann, ferjumanni úr Skagafirði sem fangaði hug Joachims B. Schmidts bóndasonar frá Sviss. Joachim segir okkur betur frá.
Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar, Jón Þór Víglundsson verður á línunni.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í gær og litar nú borgina verulega. Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og tónlistarsérfræðingur, hefur sótt hana í áratugi. Hann ræðir hátíðina og stefnu og strauma í tónlistinni í þetta skiptið.
Jólabjórin kom í verslanir í gær. Laufey Sif Lárusdóttur, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum framboðið og umgjörðina hér heima.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með góðum gestum hér í lok þáttar, Ágústi Bjarna Garðarssyni, fyrrverandi þingmanni, hlaðvarpsstjórnanda og ráðgjafa, og Stefáni Pálssyni, varaborgarfulltrúa og sagnfræðingi.