Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Jólabókaflóðið er hafið; nýjar bækur fylla borðin í búðunum; höfundar kynna verk sín og útgefendur vona það besta. Það er vertíð og mikið í húfi. Pétur Már Ólafsson í Bjarti-Veröld hefur verið lengi í útgáfubransanum, hann kom í kaffi og spjallaði um bækur og útgáfu, lesendur og taugatrekkta höfunda.
Um þessar mundir er verið að stofna farsældarráð í öllum landshlutum, en sveitarfélög koma þar saman og vinna saman í þágu farsældar barna. Á Vestfjörðum verður þetta skref formlega stigið í dag, farsældarþing verður í dag á Ísafirði. Erna Lea Bergsteinsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Vestfjarða, sagði frá.
Svo var það klassíkin. Magnús Lyngdal hélt áfram leiðsögn sinni um rangala sígildrar tónlistar.
Tónlist:
The Fred Hersch Trio + 2 - And I love her.
Sveinbjörn I. Baldvinsson - Lagið um það sem er bannað.



Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.


Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.

Útvarpsfréttir.

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 7. maí 2016: Lýðræði og lýðræðisumræða hefur verið fyrirferðarmikil á Íslandi á síðustu árum og tengist það eflaust miklum umbrotum í íslensku þjóðlífi frá hruni og vexti samfélagsmiðla þar sem nánast hver einasti Íslendingur getur komið skoðunum sínum á framfæri. Við ætlum að skoða lýðræði og sér í lagi lýðræðisumræðuna í hinum smærri byggðum landsins og velta því fyrir okkur m.a. hvar hún fer fram. Í þættinum verður líka sagt frá íbúalýðræði, svæðisfréttamiðlum og íbúasamtökum Reyðarfjarðar.
Viðmælendur: Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur. Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í íbúasamtökum Reyðarfjarðar. Ragnar Sigurðsson, varabæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Dagskrárgerð: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Jón Knútur Ásmundsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirdóttir.

Útvarpsfréttir.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Útvarpsfréttir.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Brot úr Morgunvaktinni.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með nokkrum íslenskum söngkonum frá ýmsum tímum og einni norskri sem söng á íslensku. Elsa Sigfúss syngur lögi Bela Ami og Lili Marlene á dönsku, Hallbjörg Bjarnadóttir syngur Ennþá man ég hvar og Björt mey og hrein og hin norska Nora Brocksted syngur Svo ung og blíð. Þuríður Sigurðardóttir syngur Heima og dúett með Jóhanni Vilhjálmssyni í laginu Minningar. Móeiður Júníusdóttir syngur lögin Bláu augun þín og Við gengum tvö og Jóhanna Linnet syngur Lagið okkar og Vorljóð. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur frá árinu 1995.
Fjallað er um sagnamennsku, þjóðsögur og sannar sögur.
Í þættinum er rætt við Baldur Hafstað um bók hans og Ásgeirs S. Björnssonar Eitt verð ég að segja þér - listin að segja frá. Inn í spjallið er skotið frásögn frásögn Einars Kárasonar úr Grænlandssiglingu 1974, sem hann sagði á sagnakvöldi í Hlaðvarpanum. Sumarið 1964 sagði Þorbjörg R. Pálsdóttir Hallfreði Erni Eiríkssyni söguna af Sigurði og Búkollu. Tíu árum síðar er Hallfreður Örn Eiríksson á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada, þar sem Ólína Bensson segir söguna af Búkollu í nokkuð breyttri mynd

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Steinunn Sigurðardóttir les Gunnlaugs sögu ormstungu í hljóðritun frá 1992


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við ætlum að hefja þáttinn á því að kynnast Jóni Ósmann, ferjumanni úr Skagafirði sem fangaði hug Joachims B. Schmidts bóndasonar frá Sviss. Joachim segir okkur betur frá.
Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar, Jón Þór Víglundsson verður á línunni.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í gær og litar nú borgina verulega. Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og tónlistarsérfræðingur, hefur sótt hana í áratugi. Hann ræðir hátíðina og stefnu og strauma í tónlistinni í þetta skiptið.
Jólabjórin kom í verslanir í gær. Laufey Sif Lárusdóttur, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum framboðið og umgjörðina hér heima.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með góðum gestum hér í lok þáttar, Ágústi Bjarna Garðarssyni, fyrrverandi þingmanni, hlaðvarpsstjórnanda og ráðgjafa, og Stefáni Pálssyni, varaborgarfulltrúa og sagnfræðingi.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.