Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Jólabókaflóðið er hafið; nýjar bækur fylla borðin í búðunum; höfundar kynna verk sín og útgefendur vona það besta. Það er vertíð og mikið í húfi. Pétur Már Ólafsson í Bjarti-Veröld hefur verið lengi í útgáfubransanum, hann kom í kaffi og spjallaði um bækur og útgáfu, lesendur og taugatrekkta höfunda.
Um þessar mundir er verið að stofna farsældarráð í öllum landshlutum, en sveitarfélög koma þar saman og vinna saman í þágu farsældar barna. Á Vestfjörðum verður þetta skref formlega stigið í dag, farsældarþing verður í dag á Ísafirði. Erna Lea Bergsteinsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Vestfjarða, sagði frá.
Svo var það klassíkin. Magnús Lyngdal hélt áfram leiðsögn sinni um rangala sígildrar tónlistar.
Tónlist:
The Fred Hersch Trio + 2 - And I love her.
Sveinbjörn I. Baldvinsson - Lagið um það sem er bannað.
