15:03
Sögur af landi: Endurlit
23. þáttur
Sögur af landi: Endurlit

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þáttur frá 7. maí 2016: Lýðræði og lýðræðisumræða hefur verið fyrirferðarmikil á Íslandi á síðustu árum og tengist það eflaust miklum umbrotum í íslensku þjóðlífi frá hruni og vexti samfélagsmiðla þar sem nánast hver einasti Íslendingur getur komið skoðunum sínum á framfæri. Við ætlum að skoða lýðræði og sér í lagi lýðræðisumræðuna í hinum smærri byggðum landsins og velta því fyrir okkur m.a. hvar hún fer fram. Í þættinum verður líka sagt frá íbúalýðræði, svæðisfréttamiðlum og íbúasamtökum Reyðarfjarðar.

Viðmælendur: Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur. Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í íbúasamtökum Reyðarfjarðar. Ragnar Sigurðsson, varabæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.

Dagskrárgerð: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Jón Knútur Ásmundsson.

Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,