07:03
Morgunútvarpið
14. mars -Bílabann í Heiðmörk, fjallgöngur, fréttir vikunnar o.fl..
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Ekki þarf nema eitt slys á versta stað í Heiðmörk til þess að takmarkaðan tíma taki fyrir neysluvatn höfuðborgarbúa að mengast. Veitur vilja því takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Við ræðum málið við Sólrúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastýru Veitna.

Við förum yfir ferðasumarið sem er framundan með forseta Ferðafélags Íslands, Ólöf Kristín Sívertsen kemur til okkar.

Almannavarnir vinna að gerð leiðbeininga til landsmanna brjótist út stríðsátök hér á landi eða annars konar vá. Við ræðum málið við Ingibjörgu Lilju Ómarsdóttur sem heldur utan um verkefnið hjá Almannavörnum.

Við ræðum vikuna á þingi við tvo varaþingmenn sem komu inn á dögunum, Sigurð Örn Hilmarsson, lögmann, og Lárus Guðmundsson, framkvæmdastjóra og fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með góðu fólki í lok þáttar, Freyju Steingrímsdóttur, framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands og Karli Héðni Kristjánssyni, forseta Roða, ungliðadeild Sósíalistaflokksins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,