Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Sigurður Grétar Sigurðsson flytur.
Útvarpsfréttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild. Að þessu sinni er það platan Lady Sings the Blues með Billie Holiday sem út kom árið 1956.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Orð geta verið stór og orð geta verið smá. Þau geta verið nógu kraftmikil til að skapa heilan heim og þau geta verið svo hversdagsleg að við tökum ekki einu sinni eftir þeim. Orð geta líka verið svo umfangsmikil að það tekur heilu kynslóðirnar að skilja þau til hlítar. Þetta eru orðin sem við skiljum ekki.
Í bókinni Um tímann og vatnið fjallar Andri Snær Magnason um þær grundvallarbreytingar sem munu verða á mannlífi og jarðlífi á næstu hundrað árum vegna hnattrænnar hlýnunar. Þessar breytingar eru „flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið.“ Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Þorvaldur S. Helgason fjallar um tímann og vatnið, kafar dýpra í helstu umfjöllunarefni bókarinnar og ræðir við vísindamennina, heimspekingana og aðgerðasinnana sem hafa helgað líf sitt því að rannsaka málefni sem eru stærri og flóknari en orð fá lýst.
Umsjón: Þorvaldur S. Helgason
Tónlist: Högni Egilsson.
Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason
Eldgos og jarðhræringar eru svo til einu atburðirnir þar sem við mannfólk finnum á eigin skinni fyrir jarð- og eldvirkninni sem kraumar undir fótum okkar. En þótt eldsumbrot eins og það sem nú á sér stað í Geldingadölum sé hrikalegt sjónarspil sem lætur mann finna til smæðar sinnar gagnvart náttúrunni þá er mikilvægt að minna sig á að jafnvel slíkar náttúruhamfarir blikna í samanburði við þá eldvirkni sem mannkynið hefur leyst úr læðingi.
Í öðrum þætti seríunnar Orðin sem við skiljum ekki, sem byggð er á bók Andra Snæs Magnasonar Um tímann og vatnið, fjallar Þorvaldur S. Helgason um mannöldina og það hvernig kolefnislosun mannkynsins hefur vaxið svo hratt á undanförnum áratugum að hún jafnast nú á við allt að 25.000 Geldingadalagos á degi hverjum. Viðmælendur þáttarins eru Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, og Tinna Hallgrímsdóttir, varaformaður Ungra umhverfissinna.
Umsjón: Þorvaldur S. Helgason.
Tónlist: Högni Egilsson.
Upplestur: Jóhannes Ólafsson.
Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason.
Útvarpsfréttir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins eru Kristín Soffía Jónsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi í Reykjavík, Sigmar Vilhjálmssson, athafna- og veitingamaður, og Guðmundur Rúnar Svansson, nemi í opinberri stjórnsýslu og fyrrverandi landvörður. Rætt var um tilsslakanir á samkomutakmörkunum og gagnrýni Sigmars á að veitingastaðir byggju enn við of miklar hömlur, framtíðaruppbyggingu á gosstöðvum við Fagradalsfjall, lækkun á hámarkshraða í Reykjavík, nagladekk, kvaðir á íbúa í nýjum hverfum um hvernig þeir eigi að ráðstafa garðinum sínum og spáð í spilin fyrir kosningar framundan.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Hádegisútvarp í umsjón þular.
Útvarpsfréttir.
Tvö greindust með kórónuveirusmit utan sóttkvíar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Nokkrir tugir þurfa í sóttkví vegna annars þeirra því sú vinnur í leikskóla. Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að svo virðist sem þau smituðu hafi nánast verið engum tengslum við aðra smitaða.
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir óljóst hvernig komið verði til móts við aukinn launakostnað heilbrigðisstofnana vegna styttingar vinnuvikunnar. Engar upplýsingar hafi borist frá fjármálaráðuneytinu, mikilvægt sé að fá þær sem allra fyrst.
Spenna fer vaxandi milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna aðgerða þeirra síðarnefndu við Úkraínu. Rússar hafa handtekið úkraínskan sendiráðsstarfsmann og bannað tíu hátt settum bandarískum embættismönnum að koma til Rússlands.
Fæðubótarefnið Husk hefur verið innkallað hérlendis. Salmonella hefur fundist í efninu í Danmörku og eru þrjú dauðsföll þar raking til neyslu á Husk. Lyfjaver og Kaupfélag Skagfirðinga hafa verið með Husk til sölu.
Maðurinn sem varð átta manns að bana í skotárás í Indianapolis var undir eftirliti lögreglu í fyrra vegna gruns um andleg veikini. Haglabyssa í fórum hans var þá gerð upptæk.
Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum með Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Og kvennalandslið Íslands í handbolta spilar mikilvægan leik við Slóveníu í umspili fyrir HM í dag.
Veðurhorfur: Sunnan átta til þrettán metrar og skúrir eða slydduél, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Fer að rigna síðdegis og í kvöld, fyrst sunnan heiða og lægir á vestanverðu landinu. Hiti þrjú til átta stig. Suðvestan átta til fimmtán og él eða slydduél á morgun, en léttir til eystra. Hiti núll til átta stig, hlýjast austast.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Í Heimskviðum vikunnar fjöllum við um tæknirisann Amazon og hin ýmsu vandamál sem steðja að ríkjum Afríku, þá sér í lagi Kenýa.
Jeff Bezos ætlar síðar á þessu ári að hætta sem forstjóri bandaríska bók- og tæknirisans Amazon. Hann verður þó áfram stjórnarformaður fyrirtækisins, en Bezos hefur hagnast gríðarlega síðustu tvo áratugi og er í dag ríkasti maður heims. Stafsmenn Amazon eru 750 þúsund. Starfsfólkið, eða hluti af þeim hóp, er einmitt ástæða þess að við settum Amazon á dagskrá í þættinum í dag. Í bandarískum miðlum, og reyndar víðar, hefur grannt verið fylgst með stéttabaráttu starfsfólks Amazon. Starfsfólk Amazon er ekki í stéttarfélagi, en því vildu mörg þeirra breyta. Töldu til dæmis hag sínum betur borgið inann vébanda stéttarfélags sem hefði umboð og vald til að semja um hærri laun fyrir þau.
Öld Afríku er vel á veg komin en afríkuríkjunum miðar hægt að því marki sínu að bæta lífskjör almennings. Eftir stöðugan vöxt síðustu áratuga eru erfiðleikar framundan. En það er ekki vegna faraldursins, því kreppur síðustu áratuga hafa lítið snert afríkuríkin, hvort sem þær tengjast veirum eða bönkum og bólum sem springa. Skuldum hlaðin eru mörg þeirra að þrotum komin. Keníumenn hvetja nú til þess að hætt verði að lána stjórnvöldum í landinu, því þau hafi farið fram úr sér í innviðauppbyggingu, spillingin grasseri, og stjórnvöld leiti nú til Kínverja til að bjarga sér. Förum til Keníu með Bjarna Pétri Jónssyni.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir tekur á móti góðum gestum í útvarpssal.
Í heimildarverkinu „Er þetta dónalegt“ er kafað ofan í ástir og kynlíf elstu kynslóðar okkar samfélags. Verkið er unnið út frá rannsóknum á sjálfsfróun og kynhegðun kvenna. Viðmælendur eru stórglæsilegar konur um áttrætt.
Umsjón: Íris Stefanía Skúladóttir.
Í heimildarverkinu „Er þetta dónalegt“ er kafað ofan í ástir og kynlíf elstu kynslóðar okkar samfélags. Verkið er unnið út frá rannsóknum á sjálfsfróun og kynhegðun kvenna. Viðmælendur eru stórglæsilegar konur um áttrætt.
Umsjón: Íris Stefanía Skúladóttir.
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.
Við tökum stefnuna suður á Álftanes. Fyrir tæpum 11 árum gerði undirrituð 3 þætti um sögu og skipulag á Álftanesi. Einn þáttanna fjallaði um Garðahverfi, sem er eiginlega sveit í borg. Þar er enn búið á nokkrum bæjum og mikil saga um búsetu í þéttbýlli sveit á sínum tíma. Nú hefur Garðabær enn staðfest áætlun um að halda í þennan sérkennilega stað í borgarlandinu, en samt að leyfa uppbyggingu með skilyrðum. Í þessum þætti hverfum við til baka til 2010 og göngum um Hausastaðalandið í fylgd Jónatans Garðarssonar, ræðum við skipulagsstjóra Garðabæjar Arinbjörn Vilhjálmsson arkitekt en byrjað er í Króki og heilsað uppá systurnar Elínu og Vilborgu Vilmundardætur, en þær, ólust upp í Króki, litlum burstabæ sem er beint á móti félagsheimilinu Garðaholti.
Viðhorf okkar til fjalla og eldfjalla hafa tekið miklum breytingum í tímans rás. Stiklar er á stóru í hugmyndasögu fjallsins í tveimur þáttur. Í fyrri þætti er sjónum beint að háleitri ægifegurð fjalla á meðan eldfjöll og eldgos eru til umræðu í þeim seinni. Rætt verður við fræðimenn um birtingarmynd fjalla og eldfjalla í bókmenntum og myndlist.
Umsjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Fjöllin birtast víða í trúarbrögðum og listum og viðhorf okkar til þeirra hafa tekið breytingum í tímans rás. Hvernig birtast fjöllin í menningu og listum? Af hverju heilla fjöllin okkur upp úr skónum? Viðmælendur eru Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson og Guðmundur Oddur Magnússon. Umjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Hundrað starfsmenn matvælafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu verða skimaðir fyrir kórónuveirunni. Tvö smit utan sóttkvíar voru rakin til fyrirtækisins. Tugir eru í sóttkví vegna smitanna.
Nýtt gosop opnaðist á gosstöðvunum á Reykjanesskaga síðdegis í dag. Í fyrsta skipti frá upphafi eldgoss sáu náttúruvárfræðingar í hvað stefndi og sendu fólk á staðinn til að staðfesta að ný sprunga væri að opnast.
Erlendur karlmaður var sviptur frelsi sínu og lokaður inni á veitingastað hér á landi í fyrra. Þetta er eitt af þrettán mansalsmálum sem hafa komið inn á borð Bjarkarhlíðar síðan í fyrrasumar.
Filippus drottningarmaður var borinn til grafar í dag. Fjöldi við útförina var takmarkaður vegna faraldursins, sem sumum fannst skjóta skökku við.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu í umspili fyrir laust sæti á HM, eftir tíu marka tap í fyrri umspilsleiknum við Slóveníu í dag.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Þetta er sjöttu þáttur um sögu Eþíópíu. Í þættinum er fjallað um sögu landsins á tuttugustu öld, ævi og valdatíð Haile Selassie keisara og seinna stríð Eþíópíumanna og Ítala.
Dánarfregnir
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Red Garland tríóið leikur lögin You'd Better Go Now, In A Clear Day, It's All Right With Me, The Second Time Around og I Wish I Knew og Going Home. Pepper Adams kvartettinn leikur lögin Sophisticated Lady, Reflectory, I Carry Your Heart, That's All og Claudette's Way. Sextett Red Rodney flytur lögin Helene, Bluebird, All The Things You Are, Star Burst og Out Of Nowhere.
Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar.
Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.
Fjallað um bók vikunnar, Tungusól og nokkrir dagar í maí, eftir Sigurlín Bjarney Gísladóttur. Viðmælendur eru Anton Helgi Jónsson ljóðskáld og Þórdís Edda Jóhannesdóttir íslenskufræðingur.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins eru Kristín Soffía Jónsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi í Reykjavík, Sigmar Vilhjálmssson, athafna- og veitingamaður, og Guðmundur Rúnar Svansson, nemi í opinberri stjórnsýslu og fyrrverandi landvörður. Rætt var um tilsslakanir á samkomutakmörkunum og gagnrýni Sigmars á að veitingastaðir byggju enn við of miklar hömlur, framtíðaruppbyggingu á gosstöðvum við Fagradalsfjall, lækkun á hámarkshraða í Reykjavík, nagladekk, kvaðir á íbúa í nýjum hverfum um hvernig þeir eigi að ráðstafa garðinum sínum og spáð í spilin fyrir kosningar framundan.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Næturútvarp Rásar 1.
Tónlist af ýmsu tagi.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Fram og til baka 17 apríl 2021
Umsjón Felix Bergsson
Lag dagsins - söngvakeppnin. Aron Hannes - Golddigger
Fimman - Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði
Mazda GLC - í USA
Mitzubishi Colt - Ísland
Honda Civic
Honda CRV
Toyota CHR
Umfjöllun um Alla leið í kvöld, spila Litháen, Svíþjóð, Rússland og enda á Kristu og Marry Me
Fréttagetraun - sigurvegari Magnús Eðvaldsson
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tvö greindust með kórónuveirusmit utan sóttkvíar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Nokkrir tugir þurfa í sóttkví vegna annars þeirra því sú vinnur í leikskóla. Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að svo virðist sem þau smituðu hafi nánast verið engum tengslum við aðra smitaða.
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir óljóst hvernig komið verði til móts við aukinn launakostnað heilbrigðisstofnana vegna styttingar vinnuvikunnar. Engar upplýsingar hafi borist frá fjármálaráðuneytinu, mikilvægt sé að fá þær sem allra fyrst.
Spenna fer vaxandi milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna aðgerða þeirra síðarnefndu við Úkraínu. Rússar hafa handtekið úkraínskan sendiráðsstarfsmann og bannað tíu hátt settum bandarískum embættismönnum að koma til Rússlands.
Fæðubótarefnið Husk hefur verið innkallað hérlendis. Salmonella hefur fundist í efninu í Danmörku og eru þrjú dauðsföll þar raking til neyslu á Husk. Lyfjaver og Kaupfélag Skagfirðinga hafa verið með Husk til sölu.
Maðurinn sem varð átta manns að bana í skotárás í Indianapolis var undir eftirliti lögreglu í fyrra vegna gruns um andleg veikini. Haglabyssa í fórum hans var þá gerð upptæk.
Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum með Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Og kvennalandslið Íslands í handbolta spilar mikilvægan leik við Slóveníu í umspili fyrir HM í dag.
Veðurhorfur: Sunnan átta til þrettán metrar og skúrir eða slydduél, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Fer að rigna síðdegis og í kvöld, fyrst sunnan heiða og lægir á vestanverðu landinu. Hiti þrjú til átta stig. Suðvestan átta til fimmtán og él eða slydduél á morgun, en léttir til eystra. Hiti núll til átta stig, hlýjast austast.
Atli Már Steinarsson rabbar við hlustendur og leikur létta tónlist.
Við höldum áfram á okkar stuðbraut þennan laugardaginn, víkjum ekki frá okkar venjulega plani og höfum gaman. Fullt af kveðjum og óskalögum eins og alltaf.
Lagalisti:
Hjaltalín - Year of the rose
Bruno Mars & Anderson.Paak - leave the door
Sálin hans jóns míns - Ég þekki þig
Gusgus og Vök - Higher
Celeste - Love is back
Daði og Gagnamagnið - 10 Years
Sigurlaug Vordís - Úlala
Emelíana torrini - Big Jumps
Billie Eilish & Khalid - Lovely
Silk City - New Love ft. Ellie Goulding
Jón Jónsson - Dýrka mest
Bubbi Morthens - Ástrós ft. Bríet
Ólafur Þórarinsson - Undir Bláhimni
Fleetwood Mac - Dreams
Helgi Björnsson - Ríðum sem fjandinn
Motion Boys - Hold me closer to your heart
Haraldur Reynisson - Öðruvísi en ég
Unnsteinn - Er þetta ást?
KK - Lucky One
Emmsjé Gauti - Malbik
ELO - Don't bring me down
Ragnar Bjarnason - Þannig týnist tíminn
Bruce Springsteen - Born in the U.S.A.
Bassi Maraj - Bassi Maraj
Birnir - Spurningar
Magnús og Jóhann - Sú ást er heit
Cease Tone, Rakel & JóiPé
Jón Jónsson - Draumar geta ræst
Laufey Lín
Hljómar - Mývatnssveitin er æði
Friðrik Dór - Í síðasta skipti
Brunaliðið - Ég er á leiðinni
Richard Scobie - Allstaðar er fólk
Björgvin Halldórsson - Skýjið
200.000 naglbítar - Allt í heimi hér
Paul Simon - You can call me Al
Simple Minds - Don't you (forget about me)
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einbúinn
Síðan skein sól - Vertu þú sjálfur
Whitney Houston - I will always love you
Upplyfting - Traustur vinur
CCR - Born on the bayou
Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Sigurður Þorri Gunnarsson.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Hundrað starfsmenn matvælafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu verða skimaðir fyrir kórónuveirunni. Tvö smit utan sóttkvíar voru rakin til fyrirtækisins. Tugir eru í sóttkví vegna smitanna.
Nýtt gosop opnaðist á gosstöðvunum á Reykjanesskaga síðdegis í dag. Í fyrsta skipti frá upphafi eldgoss sáu náttúruvárfræðingar í hvað stefndi og sendu fólk á staðinn til að staðfesta að ný sprunga væri að opnast.
Erlendur karlmaður var sviptur frelsi sínu og lokaður inni á veitingastað hér á landi í fyrra. Þetta er eitt af þrettán mansalsmálum sem hafa komið inn á borð Bjarkarhlíðar síðan í fyrrasumar.
Filippus drottningarmaður var borinn til grafar í dag. Fjöldi við útförina var takmarkaður vegna faraldursins, sem sumum fannst skjóta skökku við.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu í umspili fyrir laust sæti á HM, eftir tíu marka tap í fyrri umspilsleiknum við Slóveníu í dag.
Fréttastofa RÚV.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Gestur Matta er tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.