12:45
Heimskviður
71 | Skuggahliðar Amazon og skuldasöfnun Afríku
Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Í Heimskviðum vikunnar fjöllum við um tæknirisann Amazon og hin ýmsu vandamál sem steðja að ríkjum Afríku, þá sér í lagi Kenýa.

Jeff Bezos ætlar síðar á þessu ári að hætta sem forstjóri bandaríska bók- og tæknirisans Amazon. Hann verður þó áfram stjórnarformaður fyrirtækisins, en Bezos hefur hagnast gríðarlega síðustu tvo áratugi og er í dag ríkasti maður heims. Stafsmenn Amazon eru 750 þúsund. Starfsfólkið, eða hluti af þeim hóp, er einmitt ástæða þess að við settum Amazon á dagskrá í þættinum í dag. Í bandarískum miðlum, og reyndar víðar, hefur grannt verið fylgst með stéttabaráttu starfsfólks Amazon. Starfsfólk Amazon er ekki í stéttarfélagi, en því vildu mörg þeirra breyta. Töldu til dæmis hag sínum betur borgið inann vébanda stéttarfélags sem hefði umboð og vald til að semja um hærri laun fyrir þau.

Öld Afríku er vel á veg komin en afríkuríkjunum miðar hægt að því marki sínu að bæta lífskjör almennings. Eftir stöðugan vöxt síðustu áratuga eru erfiðleikar framundan. En það er ekki vegna faraldursins, því kreppur síðustu áratuga hafa lítið snert afríkuríkin, hvort sem þær tengjast veirum eða bönkum og bólum sem springa. Skuldum hlaðin eru mörg þeirra að þrotum komin. Keníumenn hvetja nú til þess að hætt verði að lána stjórnvöldum í landinu, því þau hafi farið fram úr sér í innviðauppbyggingu, spillingin grasseri, og stjórnvöld leiti nú til Kínverja til að bjarga sér. Förum til Keníu með Bjarna Pétri Jónssyni.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,