18:00
Kvöldfréttir
Kvöldfréttir 17. Apríl
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Hundrað starfsmenn matvælafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu verða skimaðir fyrir kórónuveirunni. Tvö smit utan sóttkvíar voru rakin til fyrirtækisins. Tugir eru í sóttkví vegna smitanna.

Nýtt gosop opnaðist á gosstöðvunum á Reykjanesskaga síðdegis í dag. Í fyrsta skipti frá upphafi eldgoss sáu náttúruvárfræðingar í hvað stefndi og sendu fólk á staðinn til að staðfesta að ný sprunga væri að opnast.

Erlendur karlmaður var sviptur frelsi sínu og lokaður inni á veitingastað hér á landi í fyrra. Þetta er eitt af þrettán mansalsmálum sem hafa komið inn á borð Bjarkarhlíðar síðan í fyrrasumar.

Filippus drottningarmaður var borinn til grafar í dag. Fjöldi við útförina var takmarkaður vegna faraldursins, sem sumum fannst skjóta skökku við.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu í umspili fyrir laust sæti á HM, eftir tíu marka tap í fyrri umspilsleiknum við Slóveníu í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,