12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 17. Apríl
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Tvö greindust með kórónuveirusmit utan sóttkvíar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Nokkrir tugir þurfa í sóttkví vegna annars þeirra því sú vinnur í leikskóla. Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að svo virðist sem þau smituðu hafi nánast verið engum tengslum við aðra smitaða.

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir óljóst hvernig komið verði til móts við aukinn launakostnað heilbrigðisstofnana vegna styttingar vinnuvikunnar. Engar upplýsingar hafi borist frá fjármálaráðuneytinu, mikilvægt sé að fá þær sem allra fyrst.

Spenna fer vaxandi milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna aðgerða þeirra síðarnefndu við Úkraínu. Rússar hafa handtekið úkraínskan sendiráðsstarfsmann og bannað tíu hátt settum bandarískum embættismönnum að koma til Rússlands.

Fæðubótarefnið Husk hefur verið innkallað hérlendis. Salmonella hefur fundist í efninu í Danmörku og eru þrjú dauðsföll þar raking til neyslu á Husk. Lyfjaver og Kaupfélag Skagfirðinga hafa verið með Husk til sölu.

Maðurinn sem varð átta manns að bana í skotárás í Indianapolis var undir eftirliti lögreglu í fyrra vegna gruns um andleg veikini. Haglabyssa í fórum hans var þá gerð upptæk.

Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum með Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Og kvennalandslið Íslands í handbolta spilar mikilvægan leik við Slóveníu í umspili fyrir HM í dag.

Veðurhorfur: Sunnan átta til þrettán metrar og skúrir eða slydduél, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Fer að rigna síðdegis og í kvöld, fyrst sunnan heiða og lægir á vestanverðu landinu. Hiti þrjú til átta stig. Suðvestan átta til fimmtán og él eða slydduél á morgun, en léttir til eystra. Hiti núll til átta stig, hlýjast austast.

Var aðgengilegt til 16. júlí 2021.
Lengd: 20 mín.
,