15:00
Oftrú á markaðnum?
Heimur hugmyndanna
Oftrú á markaðnum?

Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.

Þráinn Eggertsson, hagfræðiprófesor verður öðru sinni í spjalli við Pál Skúlason og Ævar Kjartansson í þættinum Heimur hugmyndanna. Í fyrri þættinum fræddi Þráinn hlustendur um tilurð nútímahagkerfis og samspil ríkis og markaðar. Núna glímir hann við spurningu Páls hvort menn hafi hugsanlega haft oftrú á markaðnum og eins hvert hlutverk hagfræðinnar sé og hvort hún geti komið til bjargar í hruninu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,