14:30
Kúrs
Menntavegur húsmóðurinnar
Kúrs

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.

Saga menntunar kvenna er löng og áhugaverð. Hún hefur þó lítið verið kennd í skólum. Þessi þáttur fer yfir sögu menntunar kvenna og horfir sérstaklega á það hvaða hlutverki húsmæðraskólar gegndu í réttindabaráttunni fyrir menntun kvenna. Í þættinum er tekið viðtal við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, prófessor emerita í mannfræði og fyrrum þingmann Kvennalistans, Mörtu Maríu Arnarsdóttur, skólameistara Hússtjórnarskólans í Reykjavík og Ragnheiði Geirsdóttur, stjórnmálafræðing og fyrrum nemanda Húsó.

Umsjón: Signý Pála Pálsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 34 mín.
,