Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Um þessar mundir eru liðin 500 ár frá fæðingu tónskáldsins Giovanni Pierluigi da Palestrina. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann fæddist, en það var á tímabilinu frá 3. febrúar 1525 til 2. febrúar 1526. Palestrina þykir vera einn af mestu tónsnillingum sögunnar og fremstur í flokki tónskálda endurreisnartímans. Þessi þáttur verður helgaður honum. Auk þess sem sungin verða verk eftir Palestrina verður flutt atriði úr óperunni "Palestrina" sem Hans Pfitzner samdi árið 1917 og byggði á sögnum um tónskáldið.

Leikin er tónlist úr gömlum útvarpsþáttum. Flytjendur eru Den Ny Radiotrio, Anna Vilhjálms, Berti Möller, Leiksystur, Edda Skagfield og Hawaii kvartettinn, Hljómsveit Aage Lorange, Haukur Morthens, Hljómsveit Svavars Gests og Hilmar Skagfield.
Endurflutt er efni úr fréttaútsendingu til útlanda, þar sem Margrét Indriðadóttir segir helstu tíðindi í ársbyrjun 1950 og ræðir um nýliðna jólahátíð, þrettándann og margt fleira.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

frá Veðurstofu Íslands.
Í þáttunum er rætt um þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi frá miðri síðustu öld og fram á okkar daga. Reynt er að gefa hlustendum innsýn í þróun samfélags okkar á þessu tímabili, helstu orsakir og afleiðingar þeirra breytinga sem átt hafa sér stað. Rætt verður um réttarfar, skólamál, skipulagsmál, jafnréttismál og fleira. Í hverjum þætti eru tveir sérfræðingar sem þekkja vel til viðfangsefnisins hverju sinni.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson
„Samtíminn“ - umræður um samfélagsbreytingar á liðnum áratugum. Í þættinum verður rætt um skipulagsmál og hvernig við höfum mótað umhverfi okkar, hið manngerða umhverfi. Viðmælendur eru Anna María Bogadóttir arkitekt og rithöfundur og Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur,
Prestur og predikari: Guðmundur Karl Brynjarsson
Organisti, tónlistar- og kórstjóri: Óskar Einarsson
Kór: kór Lindakirkju
Hljóðfæraleikarar, söngvarar, lesarar:
Píanó Óskar Einarsson
Bassi Páll Elvar Pálsson
Lestur: Eggert Kaaber og Sigrún Ingimarsdóttir
Einsöngur: Sólveig Aurora Eyjólfdóttir
TÓNLIST Í MESSUNNI
Fyrir predikun
Lofa Guð, sála mín Andrae Crouch texti Guðni Einarsson
Ég er komin/n í Guðs hús Bruce Bellinger Texti: Guðmundur Karl Brynjarsson Þig lofar faðir Sigurbjörn Einarsson
Fylltu heimilin af gleði Reuben Morgan Texti: Ólafur Schram og Hrefna María Magnúsdóttir
Agnus Dei Michael W. Smith Texti: Guðmundur Karl Brynjarsson
Eftir predikun
Sannleikurinn Hjalti Gunnlaugsson
Draumanna höfgi dvín Ron Klusmeier Texti: Eygló Eyjólfdóttir
Lofgjörð hjartans Richard Smallwood Ísl. þýðing: Guðmundur Karl Brynjarsson
Þökk þér Guð Lag og texti: Óskar Einarsson
Sú trú Guðmundur Karl Brynjarsson Texti: Helgi Hálfdánarson
Útvarpsfréttir.
Mótmæli halda áfram í Íran þrátt fyrir mikla hörku öryggissveita klerkastjórnarinnar. Forseti landsins segir stjórnvöld staðráðin í að leysa efnahagsleg vandamál og reiðubúin til þess að hlusta á fólkið í landinu.
Grænlenskir hagsmunir verða að ráða ferðinni á fundi utanríkisráðherra Grænlands, Bandaríkjanna og Danmerkur í vikunni. Þetta segir utanríkisráðherra Grænlands. Þingflokksformaður Miðflokksins segir að taka verði yfirlýsingar Trumps bandaríkjaforseta um að taka Grænland alvarlega en ekki bókstaflega.
Gengi í námafyrirtækinu Amaroq á Grænlandi, sem er að stórum hluta í íslenskri eigu, hefur snarhækkað síðustu daga. Forstjóri Amaroq sagði fyrir helgi að Bandaríkjastjórn væri að velta fyrir sér að fjárfesta í fyrirtækinu.
Varað er við hvassri norðanátt og ofankomu á Suður- og Austurlandi frá því síðdegis og fram eftir degi á morgun. Óvissustig verður á veginum milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns þar sem gæti þurft að loka með stuttum fyrirvara.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Ástralíu vegna skæðra gróðurelda sem hafa gjöreyðilagt hundruð bygginga og skóglendi í suðausturhluta landsins.
Finnur Bjarnason hefur verið skipaður í embætti óperustjóra til fimm ára. Þetta er í fyrsta sinn sem skipað er í embættið.
Norðurljósin dönsuðu á himninum í gærkvöldi. Skipstjóri sem hefur farið með ferðamenn í norðurljósaferðir í rúman áratug segist aldrei hafa séð norðurljósin jafn litrík og falleg.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þáttum leitast Snorri Helgason við að svipta hulunni af leyndadómsfullri ævi breska tónlistarmannsins Nicks Drake. Hann lést einungis 26 ára að aldri af völdum of stórs skammts þunglyndislyfja á heimili foreldra sinna árið 1974. Nick Drake gaf út þrjár hljómplötur á meðan hann lifði sem hlutu litla sem enga athygli á sínum tíma en eru í dag taldar meðal fremstu verka breskrar þjóðlagatónlistar á 20. öld.
Umsjón: Snorri Helgason.
Í fyrsta þætti kynnumst við fjölskyldu Nicks, uppvaxtarárunum í Búrma og friðsældinni í ensku sveitinni. Tónlist móður Nicks, Molly Drake, og fyrstu skrefum Nicks í tónlist.
Hljómsveitarstjóri
Sascha Goetzel
Einsöngvarar
Eyrún Unnarsdóttir
Sveinn Dúa Hjörleifsson
Hinir sívinsælu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru sannkölluð nýársveisla og sú létta og skemmtilega tónlist sem þar hljómar gefur tóninn fyrir nýtt ár.
Á efnisskránni er að vanda sígild Vínartónlist sem kemur öllum í gott skap – valsar, polkar og galopp – en meðal fastra punkta á tónleikunum ár eftir ár eru Keisaravalsinn og Dónárvalsinn eftir Jóhann Strauss yngri. Þá hljóma aríur og dúettar úr vinsælum óperettum í flutningi tveggja framúrskarandi einsöngvara.
Sópransöngkonan Eyrún Unnarsdóttir hefur fengið mikið lof fyrir bjarta og tjáningarríka túlkun og hefur hlotið verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum.
Sveinn Dúa er íslenskum tónleikagestum vel kunnugur og hefur oft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, m.a. í 9. sinfóníu Beethovens við opnun Hörpu 2011.
Umsjón: Pétur Grétarsson
Efnisskrá:
JOHANN STRAUSS YNGRI
Der Zigeunerbaron (Sígaunabaróninn)
forleikur
Als flotter Geist
aría úr óperettunni Der Zigeunerbaron
EDUARD KÜNNEKE
Strahlender Mond
aría úr óperettunni Der Vetter aus Dingsda
JOHANN STRAUSS YNGRI
Künstlerleben
Vínarvals
Das eine kann ich nicht verzeihen
dúett úr óperettunni Wiener Blut
Persischer March
mars
JOSEF STRAUSS
Jokey-Polka
hraður polki
FRANZ LEHÁR
Das Land des Lächelns (Brosandi land)
forleikur
Gern hab' ich die Frau'n geküsst
aría úr óperettunni Paganini
Unbekannt, deshalb nicht minder interessant
aría úr óperettunni Der Graf von Luxemburg
HANS CHRISTIAN LUMBYE
Champagnegaloppen
hraður polki
NICO DOSTAL
Du bist so schön und tugendreich
dúett úr óperettunni Die ungarische Hochzeit
JOHANN STRAUSS YNGRI
Auf der Jagd
hraður polki
An der schönen blauen Donau (Dónárvalsinn)
Fréttir
Fréttir
Þjóðveginum milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar verður lokað í kvöld vegna veðurútlits. Ekki verður athugað með opnun fyrr en í fyrramálið.
Breytingar á ríkisstjórn tóku formlega gildi síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson er nýr ráðherra en Inga Sæland fer á milli ráðuneyta.
Formaður spretthóps borgarinnar í leikskólamálum hafnar því að ósætti innan stjórnmálaflokka og yfirvofandi sveitastjórnarkosningar hafi haft áhrif á vinnu hópsins að Reykjavíkurleiðinni svokölluðu.
Mesta frost í fimm ár mældist í Danmörku í dag. Tryggingafélög óttast fjölda tjónatilkynninga vegna frostskemmda.
Í þáttaröðinni fjallar Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður um fyrstu fótboltamennina frá gömlu Júgóslavíu sem komu til Íslands á árunum 1989-1992 til að spila fótbolta og settust svo hér að. Framleiðandi: Þorgerður E. Sigurðardóttir. Hljóðmynd: Jón Þór Helgason.
Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Í þættinum er upphafið rakið þegar fyrstu Balkanmennirnir komu í íslensku deildina árið 1989 og þegar þeim byrjar að fjölga ári síðar. Af hverju komu þessir menn til Íslands? Rætt er við Luka Lúkas Kostic, Goran Kristófer Micic, Salih Heimi Porca, Izudin Daða Dervic og Rúnar Kristinsson.

frá Veðurstofu Íslands
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kristrún talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dagur þjóðar. Þróun 17. júní hátíðarhalda á 19. og 20 öld e. Pál Björnsson.
Ósmann e. Joachim B. Schmidt.
Persepólís e. Marjane Satrapi.
Mzungu e. Þórunni Rakel Gylfadóttur og Simon Okoth Aora
Svo á jörðu, e. Nínu Ólafsdóttur.
Strá fyrir straumi e. Erlu Huldu Halldórsdóttur
Afleggjarinn e. Auði Övu Ólafsdóttur
Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma e. Ófeig Sigurðsson
Í þáttunum er rætt um þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi frá miðri síðustu öld og fram á okkar daga. Reynt er að gefa hlustendum innsýn í þróun samfélags okkar á þessu tímabili, helstu orsakir og afleiðingar þeirra breytinga sem átt hafa sér stað. Rætt verður um réttarfar, skólamál, skipulagsmál, jafnréttismál og fleira. Í hverjum þætti eru tveir sérfræðingar sem þekkja vel til viðfangsefnisins hverju sinni.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson
„Samtíminn“ - umræður um samfélagsbreytingar á liðnum áratugum. Í þættinum verður rætt um skipulagsmál og hvernig við höfum mótað umhverfi okkar, hið manngerða umhverfi. Viðmælendur eru Anna María Bogadóttir arkitekt og rithöfundur og Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur,
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Fjallað er um vinsældir klifurs á Íslandi og hvað veldur því að íþróttin höfðar til svo fjölbreytts hóps fólks. Leitast er við að svara spurningum um hvernig klifur byrjaði á Íslandi, hvers vegna klifur hefur orðið svo vinsælt á síðustu árum og hvernig það varð hluti af íslensku íþróttalífi.
Viðmælendur þáttarins eru meðal annars Björn Baldursson, fyrsti Íslendingurinn sem keppti í klifri á alþjóðlegu móti, og Valdimar Björnsson, einn fremsti klettaklifrari landsins, auk Reynis Ólafssonar, sem hefur keppt fyrir Íslands hönd í klifri. Upptökur heyrast af Þorgerði Þórólfsdóttur að leiða sportklifurleið í Gimlukletti á Hnappavöllum, Þórður Sævarsson veitir
henni ráð.
Þátturinn varpar ljósi á þróun klifurs á Íslandi, frá upphafi klettaklifurs fyrir tæpum fimmtíu árum, yfir í innanhússklifur á tilbúnum veggjum sem nú hefur orðið sjálfstæð íþrótt. Jafnframt er skoðað hvernig keppnisklifur hefur þróast, meðal annars með þátttöku Íslands í alþjóðlegum mótum eins og Ólympíuleikunum og heimsmeistaramótum.
Umsjón Elísabet Thea Kristjánsdóttir.

frá Veðurstofu Íslands
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Forleikur í Es-dúr, op. 9 eftir Sigurð Þórðarson. Útvarpshljómsveitin leikur undir stjórn Hans Antolitsch. Hljóðritað fyrir 1968.
Kyrie úr Hátíðarmessu eftir Sigurð Þórðarson.
Karlakór Reykjavíkur syngur, Guðmundur Guðjónsson syngur einsöng, Fritz Weisshappel leikur á píanó, stjórnandi er Sigurður Þórðarson.
Hljóðritun gerð 1965 eða fyrr.
Eigið tema með varíatíónum og fúgu eftir Helga Pálsson. Eþos kvartettinn leikur. Verkið er í 12 þáttum. Útgefið árið 2008.
Þrjú píanóstykki op. 5 eftir Pál Ísólfsson. Gísli Magnússon leikur á píanó.
Þættir verksins eru:
Burlesque
Intermezzo
Caprizzio
Tálsýn, lag og ljóð eftir Gunnstein Ólafsson. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sópran syngur og Kristinn Örn Kristinsson leikur á píanó.
Vögguvísa, lag eftir Maríu Brynjólfsdóttur, ljóðið orti Steinn Steinarr.
Sigríður Ella Magnúsdóttir, mezzósópran syngur, Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. Hljóðritað 14. apríl 1977.
Tónmeistari: Máni Sigurjónsson
Tæknimaður: Þórir Steingrímsson
Þjóðvísa, lag eftir Jórunni Viðar, ljóðið orti Tómas Guðmundsson. Erla Dóra Vogler mezzósópran syngur, Doris Lindner leikur á píanó.
Útgefið á plötunni Víravirki árið 2010.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áfram er gluggað í magnaða frásögn skáldsins Bólu-Hjálmars um ævi Höskuldar Jónssonar bónda og sjómanns sem bjó á Siglufirði og í nágrannasveitum á fyrri hluta 19. aldar. Eftir miklar raunir sem fjölskylda hans lenti í vegna snjóflóða tekur almenn lífsbarátta við, en stundum þarf Höskuldur ekki síður að hafa áhyggjur af nágrönnum sínum en náttúruöflunum.

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Hulda Geirsdóttir leysti Sölku af þennan morgun og lék alls kyns huggulega tóna sem fóru vel á köldum og myrkum janúarmorgni.
Lagalisti:
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Það er svo skrítið.
Sting og Eric Clapton - It's probably me.
Michael Kiwanuka - Love And Hate.
Gladys Knight and The Pips - Midnight Train To Georgia.
Stebbi og Eyfi - Leiddu mig í græna laut.
Sade - Smooth Operator.
Mannakorn - Ferjumaðurinn.
Styx- Boat On The River.
Jón Ólafsson - Þegar þú finnur til.
Bread - Everything I Own.
Moses Hightower - Stutt skref.
Bríet - Sweet Escape.
Ásgeir Trausti - Heimförin.
Linda Ronstadt - Blue Bayou.
Vök - Erase You.
Laufey - Silver Lining.
Bonnie Raitt - Somthing to Talk About.
The Eagles - Witchy Woman.
John Grant - It's Easier.
Bogomil Font og Greiningardeildin - Sjóddu frekar egg.
David Bowie - Cat People (Putting Out the Fire).
Haraldur Reynisson - Reykjavík.
Morgan Wallen - I Got Better.
Al Green - Here I Am (Come And Take Me).
Varstu heill og sannur Magnús Eiríksson. Við kveðjum risa og merkan mann sem lifði og dó í Reykjavík. Hlaupum, förum í messu, slökum á. Er sunnudagur besti eða versti dagur vikunnar?
Mannakorn - Eina nótt.
Mannakorn - Lifði og dó í Reykjavík.
Mannakorn - Kiddi Kadilakk.
Super Preachers - How our love was killed
Magnús Eiríksson - Jesús Kristur og ég.
Damien Robitaille - Oh! Hé! Hein! Bon!
Nino Ferrer - Telephone
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar - S.O.S. Ást í neyð.
Ghostpoet - Survive it
Spaðar - Eitt lag fallegt.
Greatful Dead - Dark star
Magnús og Jóhann - Sumir dagar.
Rebekka Blöndal - Hvað þú vilt.
Geese - Cobra.
Útvarpsfréttir.
Mótmæli halda áfram í Íran þrátt fyrir mikla hörku öryggissveita klerkastjórnarinnar. Forseti landsins segir stjórnvöld staðráðin í að leysa efnahagsleg vandamál og reiðubúin til þess að hlusta á fólkið í landinu.
Grænlenskir hagsmunir verða að ráða ferðinni á fundi utanríkisráðherra Grænlands, Bandaríkjanna og Danmerkur í vikunni. Þetta segir utanríkisráðherra Grænlands. Þingflokksformaður Miðflokksins segir að taka verði yfirlýsingar Trumps bandaríkjaforseta um að taka Grænland alvarlega en ekki bókstaflega.
Gengi í námafyrirtækinu Amaroq á Grænlandi, sem er að stórum hluta í íslenskri eigu, hefur snarhækkað síðustu daga. Forstjóri Amaroq sagði fyrir helgi að Bandaríkjastjórn væri að velta fyrir sér að fjárfesta í fyrirtækinu.
Varað er við hvassri norðanátt og ofankomu á Suður- og Austurlandi frá því síðdegis og fram eftir degi á morgun. Óvissustig verður á veginum milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns þar sem gæti þurft að loka með stuttum fyrirvara.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Ástralíu vegna skæðra gróðurelda sem hafa gjöreyðilagt hundruð bygginga og skóglendi í suðausturhluta landsins.
Finnur Bjarnason hefur verið skipaður í embætti óperustjóra til fimm ára. Þetta er í fyrsta sinn sem skipað er í embættið.
Norðurljósin dönsuðu á himninum í gærkvöldi. Skipstjóri sem hefur farið með ferðamenn í norðurljósaferðir í rúman áratug segist aldrei hafa séð norðurljósin jafn litrík og falleg.
Á Sportrásinni fylgist Doddi með því sem er að gerast í íþróttalífinu hér heima og erlendis. Helstu íþróttafréttir vikunnar og hvað er framundan með góðri aðstoð íþróttadeildar RUV. Ásamt gæða sunnudags tónlist.
Sportrásin, ekki bara fyrir þá sem hafa gaman af sportinu!
Doddi og Gunnlaugur Jónsson stjórna Sportrásinni. Gunnlaugur kemur inn með sitt innslag, Góð íþrótt, Gulli betri. Inn innslögum Gunnlaugs fer hann á dýptina með viðmælendum sínum og í dag (og næstu tvo sunnudaga) var stórt og mikið ferils viðtal við Dag Sigurðsson handboltaþjálfara.
Jóhann Páll Ástvaldsson, Eldar Ástþórsson og Samúel J. Samúelsson ræddu Afríkukeppnina í fótbolta
Anna Sigrún Davíðsdóttir, íþróttafréttamaður fór yfir það helsta í sportinu.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður talaði um handboltalandsliðið og nýja útvarpsþætti, Balkan Bræður, þá tók einnig laufléttri áskorun Dodda þar sem þekking hans á þjóðsöngvum var prófuð.
Sportrásin 11. janúar.
Laufey - Tough Luck.
Addison Rae - Headphones On.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Last Train To London.
Cigarettes After Sex - The Crystal Ship.
Eva Hljómsveit - Ást.
SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON, OCULUS OG UNNSTEINN MANUEL - Við erum að koma (HM 2014).
Williams, Hayley, Byrne, David - What Is The Reason For It.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
TOM ODELL - Can't Pretend.
THE STONE ROSES - Shoot you down.
Robyn - Dopamine.
ÍRAFÁR - Á Nýjum Stað.
GAZEBO - I like Chopin.
BLUR, BLUR - End of the Century.
PAUL SIMON - Mother And Child Reunion.
KK BAND - Álfablokkin.
Warmland - All for All.
SADE - Never as good as the first time.
COLDPLAY - In My Place.
Harding, Curtis - The Power.
Portugal. The man - Tanana.
ÁSGEIR TRAUSTI - Sumargestur.
AMERICA - Ventura highway.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Fréttir
Fréttir
Þjóðveginum milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar verður lokað í kvöld vegna veðurútlits. Ekki verður athugað með opnun fyrr en í fyrramálið.
Breytingar á ríkisstjórn tóku formlega gildi síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson er nýr ráðherra en Inga Sæland fer á milli ráðuneyta.
Formaður spretthóps borgarinnar í leikskólamálum hafnar því að ósætti innan stjórnmálaflokka og yfirvofandi sveitastjórnarkosningar hafi haft áhrif á vinnu hópsins að Reykjavíkurleiðinni svokölluðu.
Mesta frost í fimm ár mældist í Danmörku í dag. Tryggingafélög óttast fjölda tjónatilkynninga vegna frostskemmda.

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.
Á sunnudögum opnar Rósa Suðupottinn og býður hlustendum í fjölbreytt tónlistarferðalag þar sem jazz, trip hop, heimstónlist og fleiri stefnur mætast í nútímanum.
Salóme Katrín - Always and Forever
David Walters & Fatoumata Diawara - Ti Love
Manteau - Primavera Song
Maya Ongaku - Maybe Psychic
Céline Dessberg - Chintamani
Svaneborg Kardyb, Caoilfhionn Rose - Illusions
TÁR - Fucking run like hell
Momoko Gill - No Others
The Olympians - California
Carminho, Laurie Anderson - Saber
Ishmael Ensemble - Looking glass
Rakel - I am only thoughts running through myself
Monster Rally feat Jordana - Own it
Cate Le Bon - Always the same
Gorillaz, Omar Souleyaman, Yasiin Bey - Damascus
Charif Megarbane - East of What
Derya Yıldırım & Grup Şimşek - Direne Direne
Sabine McCalla - Sunshine kisses
Jónfrí - Gamlar venjur deyja seint
Matthew Herbert - Babystar ( Momoko Gill Remix )
Mikael Lind - By the margins
Sébastien Tellier - Parfum Diamant A Colors Show
Dire Straits - Six blade knife
Patchwork Inc - Last Forever
World Brain - Everybody Dies
Erez Noga - Vandalist
Sault - Warrior
Sassy 009 - Someone
Hercules & Love Affair ft. Hips and Lips - Crossed Lines
Robyn - Sexistential
Souleance - Movin´ On
Isha, Limsa D´Aulney - Berlingo
Emilía Hugrún, Fosteii - Dreyma
Chinese American Bear - No No Yeah Yeah (不不好啊好啊)
Rikas - Last train to London
Adigo Music Band - Masar.241
JIM - Phoenix
Sven Wunder - Misty Shore
Henrik Lindstrand, Kasper Bjørke - Trees
Magnús Eiríksson, Ragnhildur Gísladóttir - Hvað um mig og þig
David Bowie - Moss Garden
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Rúnar Þórisson er með fyrstu plötu vikunnar fyrir árið 2026. Við settumst niður og ræddum örlítið fortíðina, en líka nútíðina og þessa nýju plötu sem við hlustum svo á með kynningum frá listamanninum sjálfum.