
Sinfóníutónleikar
Vínartónleikar
Hljómsveitarstjóri
Sascha Goetzel
Einsöngvarar
Eyrún Unnarsdóttir
Sveinn Dúa Hjörleifsson
Hinir sívinsælu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru sannkölluð nýársveisla og sú létta og skemmtilega tónlist sem þar hljómar gefur tóninn fyrir nýtt ár.
Á efnisskránni er að vanda sígild Vínartónlist sem kemur öllum í gott skap – valsar, polkar og galopp – en meðal fastra punkta á tónleikunum ár eftir ár eru Keisaravalsinn og Dónárvalsinn eftir Jóhann Strauss yngri. Þá hljóma aríur og dúettar úr vinsælum óperettum í flutningi tveggja framúrskarandi einsöngvara.
Sópransöngkonan Eyrún Unnarsdóttir hefur fengið mikið lof fyrir bjarta og tjáningarríka túlkun og hefur hlotið verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum.
Sveinn Dúa er íslenskum tónleikagestum vel kunnugur og hefur oft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, m.a. í 9. sinfóníu Beethovens við opnun Hörpu 2011.
Umsjón: Pétur Grétarsson
Efnisskrá:
JOHANN STRAUSS YNGRI
Der Zigeunerbaron (Sígaunabaróninn)
forleikur
Als flotter Geist
aría úr óperettunni Der Zigeunerbaron
EDUARD KÜNNEKE
Strahlender Mond
aría úr óperettunni Der Vetter aus Dingsda
JOHANN STRAUSS YNGRI
Künstlerleben
Vínarvals
Das eine kann ich nicht verzeihen
dúett úr óperettunni Wiener Blut
Persischer March
mars
JOSEF STRAUSS
Jokey-Polka
hraður polki
FRANZ LEHÁR
Das Land des Lächelns (Brosandi land)
forleikur
Gern hab' ich die Frau'n geküsst
aría úr óperettunni Paganini
Unbekannt, deshalb nicht minder interessant
aría úr óperettunni Der Graf von Luxemburg
HANS CHRISTIAN LUMBYE
Champagnegaloppen
hraður polki
NICO DOSTAL
Du bist so schön und tugendreich
dúett úr óperettunni Die ungarische Hochzeit
JOHANN STRAUSS YNGRI
Auf der Jagd
hraður polki
An der schönen blauen Donau (Dónárvalsinn)
Frumflutt
11. jan. 2026Aðgengilegt til
10. feb. 2026