2. þáttur
Kristmann Guðmundsson sló í gegn í Noregi og var þýddur á fjölda tungumála innan Evrópu og utan. Senn leið að því að Kristmann sneri heim en þá trúðu Íslendingar tæpast frásögnum af…
Rithöfundurinn Kristmann Guðmundsson var á sínum tíma einn þekktasti rithöfundur Íslands. Hann var um tíma metsöluhöfundur víða í Evrópu og bækur hans þýddar á nærri 40 tungumál. En af hverju veit enginn hver hann er lengur? Umtal fylgdi honum alla tíð og um hann gengu rætnar slúðursögur, en hann sagði þær vera sprottnar úr viðjum kommúnista. En hvað er satt? Var Kristmann fórnarlamb skipulagðrar rógherferðar eða þjáðist hann af ofsóknarbrjálæði?
Umsjón: Kristlín Dís Ingilínardóttir