
"Ég var að vona að ég fyndi þjóðbrautina aftur"
Fjallað um bandaríska leikstjórann David Lynch og kvikmynd hans, Lost Highway. Grafist er fyrir um tildrög myndarinnar og m.a. leitast við að varpa ljósi á samstarf Lynch við rithöfundinn Barry Gifford. Stuðst er við viðtöl Chris Rodley við leikstjórann en þaðan liggja þræðir í heim tónlistar, myndlistar og a kvikmyndalistar. Einnig er fjallað um óperu austuríska tónskáldsins Olgu Neuwirth sem byggir á kvikmyndinni en söngtexta hennar samdi nóbelsverðlaunahafin Elfriede Jelinek. Umsjónarmaður er Haukur Ingvarsson en lesarar í þættinum eru leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir og Haraldur Jónsson myndlistarmaður sem ljær Lynch rödd sína. Umsjón: Haukur Ingvarsson.
Þátturinn er endurfluttur til að minnast David Lynch sem létst 16. janúar s.l. 78 ára að aldri.