07:03
Morgunvaktin
Náttúruvernd, Berlínarspjall og World Class 40 ára
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Af því tilefni kom formaður Landverndar, Þorgerður María Þorbjörnsdóttir í þáttinn. Við spjölluðum vítt og breitt um náttúru og náttúruvernd.

Stjórnmál og efnahagsmál voru aðalumfjöllunarefnin í Berlínarspjalli. Arthúr Björgvin Bollason rýndi í úrslit fyrstu fylkiskosninganna í Þýskalandi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum þar í landi.

Og undir lok þáttar var Björn Leifsson, kenndur við World class, gestur. 40 ár eru síðan World Class opnaði, þá í tiltölulega litlu húsnæði í Skeifunni í Reykjavík en nú eru stöðvarnar nítján og þær eiga eftir að verða enn fleiri. Við rifjuðum upp söguna af fyrstu stöðinni með Birni og spjölluðum um líkamlegt atgerfi Íslendinga.

Tónlist:

Matt Carmichael - Dune.

Jochen Kunze - Usedom.

Hall and Oates - Out Of Touch.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,