15:03
Með spjót í höfðinu
Með spjót í höfðinu

Mannfræðingar stunda gjarnan vettvangsrannsóknir sínar á fjarlægum og framandi slóðum. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, heyrum við frásagnir fjögurra íslenskra kvenna sem allar eru mannfræðingar og hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma við rannsóknir sínar í fjarlægum heimsálfum. Viðmælandi í fyrsta þætti er Kristín Loftsdóttir mannfræðingur. Að fá spjót í höfuðið er skírskotun í þær óvæntu aðstæður sem mannfræðingar lenda oft í á vettvangi - og vísar í nýútkomna bók Kristínar - Konan sem fékk spjót í höfuðið. Á næstu vikum verður einnig rætt við Ingu Dóru Pétursdóttur, Jónínu Einarsdóttur og Ásu Guðnýju Ásgeirsdóttur.

Í þáttunum segja konurnar frá lífreynslu sinni og upplifunum, meðal annars frá Níger, Malaví, Gíneu Bissá og Nepal.

Umsjón hefur Guðbjörg Helgadóttir.

Í þessum öðrum þætti af fjórum um konur í mannfræði heyrum við frásögn Ingu Dóru Pétursdóttur sem dvaldi í Malavi við rannsókn á viðhorfum kvenna gagnvart alnæmi. Einnig rannsakaði Inga Dóra hugmyndir kvennanna um kynlíf, framhjáhöld og menningabundna siði.

Er aðgengilegt til 19. september 2025.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,