Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Hljómplatan Áfram stelpur kom út í lok árs 1975 í kjölfar kvennaverkfallsins 24. október 1975. Á plötunni syngja sjö leik- og söngkonur baráttusöngva, þær Sigrún Björnsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Lögin eru flest erlend, eftir sænska lagahöfundinn Gunnar Edander, en textarnir eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, Kristján Jóhann Jónsson, Böðvar Guðmundsson, Þránd Thoroddsen og Megas. Umslag plötunnar prýðir mynd eftir Sigrúnu Eldjárn.
Hlið A
1. Söngur um kvenmannslausa sögu Íslendinga
2. Framtíðardraumar
3. Síðasta sumarblómið
4. Sagan af Gunnu og Sigga
5. Brói vælir í bólinu - Morgunsöngur litlu heimasætunnar
6. Í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg Signý
7. Ertu nú ánægð
8. Gullöldin okkar var ekki úr gulli
Hlið B
1. Hvers vegna þegjum við þunnu hljóði
2. Þyrnirós
3. Í Víðihlíð
4. Deli að djamma
5. Einstæð móðir í dagsins önn
6. Íslands fátæklingar (1101 árs)
7. Áfram stelpur (Í augsýn er nú frelsi)
Umsjón: Stefán Eiríksson

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Kvennafrídagurinn 1975 var ein stærsta femíníska aðgerð sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Nú þegar 50 ár eru liðin frá því hann var haldinn ræðir Sóley Tómasdóttir við femíníska aktívista um það sem gerst hefur síðan þá. Sagt er frá aðferðum, áskorunum, sigrum og samfélagslegum áhrifum femínísks aktívisma á Íslandi undanfarna áratugi.
Ljósmyndir: Snorri Zóphóníasson/Kvennasögusafn
Í þættinum er spjallað við Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Maríu Hjálmtýsdóttur um aðferðafræði og áhrif femínísks netaktívisma á samfélagið.

Útvarpsfréttir.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Það bárust söguleg tíðindi þanan í vikunni þegar Sanae Takaichi tók við embætti forsætisráðherra, fyrst kvenna. Hennar helsta fyrirmynd í stjórnmálum er Margaret Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands og er hún, líkt og fyrirmyndin, stundum kölluð járnfrúin. Hún þykir litríkur karakter og hefur unun af þungarokki, bílum og mótorhjólum. Stefna hennar þykir íhaldssöm og á sama tíma og það þykir framfaraskref að kona gegni embætti forsætisráðherra eru feministar ekki hoppandi kátir, enda þykja sumum þeirra stefnan ekkert frábrugðin stefnu þeirra karla sem hafa verið við völd. Dósent í japönskum fræðum segir þetta mikil tímamót í landi þar sem konur eru aðeins um fimmtán prósent þingmanna. Dagný Hulda Erlendsdóttirfjallar um nýjan forsætisráðherra í Japan.
Og þá víkur sögunni til Bretlands, að Andrési nokkrum. Hvert hneykslismálið hefur komið upp honum tengt undanfarið, nú síðast áður óbirt tölvupóstsamskipti á milli hans og Jeffreys Epsteins. Þá hafa komið fram í vikunni ásakanir sem Lundúnalögreglan rannsakar um að Andrés hafi skipað lögreglumönnum sem gættu hans að grafa upp eitthvað misjafnt um Virginiu Giuffre, konuna sem sakaði hann um kynferðisofbeldi. Fyrr í haust kom út bók þar sem ævihlaup Andrésar er rakið, áhugaverð baksaka þess sem síðar varð. Anna Lilja Þórisdóttir segir okkur all tum Andrés prins.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarhátíðin ErkiTíð var stofnsett sem hátíð fyrir tilraunakennda raftónlist fyrir á fjórða áratug og er enn i fullum gangi. Hátíðin hefur fyrir sið að breyta sífellt um áherslur og að sögn Kjartans Ólafssonar skipuleggjanda hátíðarinnar, verður meginstef ErkiTíðar 2025 fjölbreytileiki og tónlist sem tengist hughrifun- og heilun í fyrirrúmi.
Lagalisti:
Voyage Through Waves - Adagio
Óútgefið - Sár-í-ör
Instrument Of Senses pt. 1
Óútgefið - Mýrlendi
Inner Terrestrial MMXXIII a.D. - Infinity

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Umferðarteppur, seinir strætóar og spurningin sem margir spyrja sig: Af hverju er þetta svona?
Í þessum þætti af Kúrs skoðum við hvernig við ferðumst um og skoðum nánar almenningssamgöngur. Við heyrum í farþegum, förum út í strætóskýlið og ræðum við sérfræðing um borgarskipulag framtíðarinnar.
Umsjón: Axel Pétur Ólafsson

Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Í þættinum Heimur hugmyndanna eru þeir Páll Skúlason, heimspekingur og Ævar Kjartansson að fjalla um ýmsar birtingarmyndir ríkisins. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði er gestur þeirra að þessu sinni og ræðir um hlutverk og eðli stjórnmálanna og átök stjórnmálaaflanna um ríkisvaldið.

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tvær bækur verða í forgrunni hjá okkur í dag, íslensk skáldsaga og færeysk ljóðabók, tvö ólík verk tveggja nágrannaþjóða sem báðar fjalla um flókið samband foreldris og unglings.
Útreiðartúrinn er ný skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardóttur - þetta er virkilega athyglisverð saga sem gerist á nokkrum mismunandi tímum, aðalsagan er í samtímanum en teygir sig líka til síðari hluta 19 aldar. Samtímasagan er um feðgasamband í flækju og vináttu sem ekki er öll þar sem hún er séð og þetta speglast í fortíðinni, gömlu glæpamáli frá 1881. Undirliggjandi eru spurningar um grimmd mannsins, hvort hún búi í okkur öllum, hvort hún erfist og leit að sannleika. Eitthvað sem er alveg jafn flókið hvort sem maður grefur upp 150 ára mál eða rýnir í það sem er að gerast hér og nú. Ragna verður gestur minn í lok þáttar og segir okkur frá lífinu á Álftanesi og hugmyndunum sem urðu kveikjan að þessari bók.
Færeyingar máttu fagna dátt þegar tilkynnt var um Norðurlandaráðsverðlaunin í ár - Færeyjar fá bæði kvikmynda- og bókmenntaverðlaunin í ár. Bókmenntaverðlaunin hlýtur ljóðabókin Svørt orkidé eftir Vónbjørtu Vang - ljóðabók sem fjallar um móður sem óttast að missa unglingsson sinn, að horfa á hann fullorðnast og feta sínar eigin leiðir – og fer hugsanlega villur vegar. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir þekkir vel til þessarar bókar og og höfundarins og vinnur nú að þýðingu ljóðanna á íslensku. Við ræðum við Móheiði á eftir.
Viðmælendur: Ragna Sigurðardóttir, Árni Matthíasson og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Payton, Nicholas- St. James infirmary.
Freysteinn Gíslason - Vera.
Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm. - Floating in the Dead sea.
Bridgewater, Dee Dee - Song for my father.
Krall, Diana - They can't take that away from me.
Vienna Art Orchestra, Horn, Shirley - Someone to watch over me.
Smits, Koen, Vliet, Jeroen van, Gulli Gudmundsson - Panta.
Tómas Jónsson - Oddaflug.
Armstrong, Louis and his Savoy Ballroom Five - St. James infirmary.

Fréttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Íslenska er auðug af skammaryrðum um bæði konur og karla. Guðrún Kvaran gerði athugun á samheitum um konur árið 1985 og Margrét Jónsdóttir fjallaði um þau í útvarpsþættinum Daglegu máli. Nokkru seinna skrifaði Guðrún greinina Ambindrylla og puðrureddi – Um heiti karla og kvenna. Niðurstöðurnar eru meðal annars þessar: Skammaryrði sem vísa í léttúðugt líferni eru feiknarmörg um konur en þeim er varla til að dreifa um karla. Þó eru neikvæð orð um karla almennt ívíð fleiri.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Í Sagnaslóð Birgis Sveinbjörnssonar er lesið úr bók Guðfinnu Þorsteinsdóttur ,Vogrek. Lesið er úr tveimur köflum.
Um Krossavíkurheimilið í Vopnafirði þar sem Oddur Guðmundsson ríki og Ólöf kona hans bjuggu um og eftir miðja 19. öld og síðan er lesið um séra Þorvald Ásgeirsson og madömmu Önnu í Hofteigi. á Jökuldal. Þetta eru einnig sagnir frá 19. öld. Lesari með umsjónarmanni er Bryndís Þórhallsdóttir.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Söngvar úr Járnhausnum eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni og dagskrá með hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildi.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður og hönnuður flutti óvænt sem barn að aldri til Íslands frá Portúgal vegna veikinda móður sinnar og þau settust að í miðborg Reykjavíkur. Það var nauðsynlegt til að vera nálægt Landsspítalanum. Logi Pedro segir frá götunum fimm í lífi sínu í Portúgal, Reykjavík og Berlín.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Sigurður Þorri Gunnarsson.

Fréttastofa RÚV.

Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Einn þekktasti körfuboltaþjálfari landsins mætir í lagalistann í þetta skiptið með íþróttatöskuna fulla af lögum sem einkennt hafa líf hans og svara spurningunum sem við setjum alltaf upp með. Í kjölfarið ræðum við lífshlaupið á hundavaði og allt þar á milli.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
