Kiljan

26.nóv. 2025

Í Kilju vikunnar förum við vestur á Skarð á Skarðströnd en þar er sögusvið bókar Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, sögulegrar skáldsögu sem nefnist Vegur allrar veraldar. Við fjöllum um aðra nýútkomna sögulega skáldsögu, það er Kómeta eftir ungan höfund, Aðalstein Emil Aðalsteinsson. Snæbjörn Arngrímsson segir okkur frá Reykjavíkursögunni Bók vikunnar sem fjallar um ungan bókelskan mann. Áslaug Agnarsdóttir spjallar um þýðingu sína á sígildu verki Ivans Turgenévs sem nefnist Minnisblöð veiðimannsins. Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson segja frá barnabók sem þau skrifa saman með hryllingsívafi, Ekki kaupa hamstur heitir hún. Gagnrýnendur þáttarins ræða um Bláa pardusinn: hljóðbók eftir Sigrúnu Pálsdóttur, Hlöðuna eftir Bergsvein Birgisson og Tál eftir Arnald Indriðason.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

26. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,