Kiljan

Kiljan

Fyrsta Kilja haustmisserisins er á dagskrá RÚV á miðvikudagskvöld. Við förum til Akureyrar og ræðum við Óskar Þór Halldórsson um dularfullan sjúkdóm sem hann hefur ritað bók um - Akureyrarveikina svonefnda. Fjöldi fólks veiktist af þessum sjúkdómi, víða um land, sumir biðu varanlegan skaða, en aldrei hefur fengist almennileg skýring á því hvers eðlis hann var. Júlía Margrét Einarsdóttir talar við okkur um skáldsögu sína Dúkkuverksmiðjuna - bókin gerist vestur á fjörðum. Við spjöllum við Brynju Hjálmsdóttur um Eat Frozen Sh.... en það er safn íslenskra orða sem geta talist gróf eða ókurteisleg - með útleggingum á ensku. Í Bókum og stöðum förum við í Kaldbaksvík á Ströndum en þar verða meðal annarra á vegi okkar Önundur tréfótur og Magnea frá Kleifum. Gagnrýnendur okkar fjalla um þrjár bækur: Mara kemur í heimsókn eftir íslensk/rússneska skáldið Natasha S, Og þaðan gekk sveinninn skáld sem er safn ritgerða um Thor Vilhjálmsson og Sjö manngerðir sem finna í bókabúðum eftir Shaun Bythell.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

24. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

,