Kiljan

15. okt. 2025

Glænýjar bækur eru til umfjöllunar i Kilju vikunnar. Við ræðum um þrjár skáldsögur, Lausaletur eftir Þórdísi Helgadóttur, Sjá dagar koma eftir Einar Kárason og Hyldýpi eftir Kára Valtýsson. Spessi segir okkur frá nýrri ljósmyndabók eftir sig sem nefnist Tóm. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir segir frá þýðingu sinni á ljóðabókinni Ariel eftir Sylvia Plath. Þetta er einhver frægasta ljóðabók 20. aldarinnar - leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir flytur okkur svo magnað kvæði úr henni sem nefnist Lafði Lasarus. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur, þær eru Mamma og ég eftir Kolbein Þorsteinsson - þar segir frá rithöfundinum Ástu Sigurðardóttur Flóttinn á norðurhjarann eftir Nönnu Rögnvaldardóttur og Sporbaugur eftir Samantha Harvey en bók hlaut Booker-verðlaunin 2024.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

15. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,