Ný öld, ný kynslóð
Í upphafi nýrrar aldar kemur fram ný kynslóð kvikmyndahöfunda sem setur áhersluna á samtímann. Umheimurinn er áberandi bæði sem sögusvið en einnig í vísunum í alþjóðlega kvikmyndahefð.
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.