Fílalag

Sigur Rós - Bíum bíum bambaló

Vögguvísan Bíum bíum bambaló hefur í árhundruð huggað myrkfælin börn á Bretlandseyjum og sveltandi stríðsekkjur í Ameríku auk þess eiga sérstakan sess í íslenskri þjóðarsál. Sérstakt hólf í hjarta þjóðarinnar á einnig hljómsveitin Sigur Rós sem tók upp undraverða útgáfu af laginu fyrir kvikmyndina Engla alheimsins árið 2000. Textann samdi Jónas Árnason fyrir söngleikinn Þið munið hann Jörund, en útgáfa kom út árið 1970 undir nafninu Vöggusöngur Völu. Öll veröldin er undir í þessari fílun sem framkvæmd er af þeim Snorra Helgasyni og Bergi Ebba ásamt sérstakri aðstoð Söndru Barilli.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

27. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fílalag

Fílalag

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.

Þættir

,