janúar 2025
mámánudagur | þrþriðjudagur | mimiðvikudagur | fifimmtudagur | föföstudagur | lalaugardagur | susunnudagur |
---|---|---|---|---|---|---|
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn í gær. Hann beið ekki boðanna heldur undirritaði fjölda forsetatilskipana, meðal annars um að veita sakaruppgjöf um 1200 manns sem réðust á þinghúsið fyrir fjórum árum. Þá vekur samkrull hans við auðjöfurinn Elon Musk, og forstjóra stærstu tæknifyrirtækja heims, athygli og spurningar. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur, spá í spilin í Kastljósi.
Við höldum áfram umfjöllun okkar um erlendar netverslanir. Eins og fram kom í síðustu viku er tilboð á netverslunum á borð við Temu og Shein oft of góð til að vera sönn. Suma neytendur grunar hins vegar að vörur í hillum íslenskra verslana séu í mörgum tilfellum þær sömu og hjá netverslununum, nema á uppsprengdu verði. Er það svo? Við könnum málið.
Leikritið Ungfrú Ísland, sem byggir á samnefndri skáldsögu Auða Övu Ólafsdóttur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina. Kastljós leit á æfingu og ræddi við aðstandendur.
Íslensk þáttaröð þar sem Logi Pedro skoðar heim og sögu íslenskrar hönnunar. Í þáttunum er lögð áhersla á arkitektúr, grafíska hönnun, vöruhönnun og fatahönnun og rætt við starfandi hönnuði í hverri grein um verk þeirra og störf. Framleiðsla: 101 Productions.
Í fyrsta þætti skyggnumst við inn í heim fatahönnunar hér á landi. Logi Pedro hittir Lindu Björg, eiganda Scintilla, og spjallar við hana um fatahönnun í sögulegu samhengi. Auk þess hittir hann fatahönnuðina Gunnar Hilmarsson og Arnar Má Jónsson. Arnar hefur náð góðum árangri erlendis og selt hönnun sína í hátískuvöruverslunum á borð við Selfridges.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Slóveníu og Argentínu í milliriðli á HM karla í handbolta.
Heimildarþættir frá 2023. Í seinni heimsstyrjöldinni handtóku Bretar tæplega fimmtíu Íslendinga, fluttu þá til Englands og lokuðu þá inni mánuðum og árum saman án dóms og laga. Þáttaröðin Fangar Breta segir sögu þessa fólks á fróðlegan hátt.
Skipverjar á Arctic sættu stórfelldum misþyrmingum og pyntingum. Tveir þeirra létust í haldi Breta.
Heimildarmynd frá 2021. Hveiti hefur verið einn af hornsteinum matvæla mannkyns allt frá því á fyrstu stigum siðmenningar. Margir hafa þó horn í síðu þess nú á dögum og í þessari mynd er kannað hvort við getum verið án hveitis, og hvort það sé jafnvel betra að sleppa því - fyrir alla?
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að horfa á tunglið með börnunum sínum þegar eitt barnanna ákveður að heimsækja sjálft tunglið. Eddi gerir allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að það takist.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Veðurfréttir.
Umfjallanir um leiki á HM karla í handbolta.
Upphitun fyrir leik Egyptalands og Íslands í milliriðli á HM karla í handbolta.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Egyptalands og Íslands í milliriðli á HM karla í handbolta.
Umfjallanir um leiki á HM karla í handbolta.
Uppgjör á leik Egyptalands og Íslands í milliriðli á HM karla í handbolta.
Ný íslensk þáttaröð þar sem Jóhann Kristófer Stefánsson kynnir sér fjölbreytta flóru íslenskra sviðslista. Leikstjóri: Gagga Jónsdóttir. Framleiðsla: 101 Productions.
Jóhann Kristófer hittir danshöfund sem finnst að allir geti dansað og dansara sem gæti ekki lifað án dansins. Auk þess forvitnast hann um hvað tekur við eftir útskrift úr háskólanámi í samtímasirkus.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Finnskir spennuþættir frá 2024. Þegar lest keyrir út af sporinu og veldur sprengingu í smábæ í Finnlandi fær Marita Kaila það hlutverk að leiða rannsókn á tildrögum slyssins. En rannsóknin dregur líka fram erfiðar minningar úr hennar eigin fortíð. Aðalhlutverk: Leena Pöysti, Mikko Kauppila og Juho Milonoff. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Rússnesk heimildarþáttaröð þar sem reynt er að varpa ljósi á hvernig níu ungmenni létust á dularfullan hátt í gönguskíðaleiðangri í Úralfjöllum í febrúar 1959. Í yfir 60 ár hefur málið verið rannsakað og fjöldi kenninga komið fram, en hingað til hefur engum tekist að sanna hvað gerðist raunverulega þessa örlagaríku nótt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Svíþjóðar og Portúgal í milliriðli á HM karla í handbolta.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Noregs og Spánar í milliriðli á HM karla í handbolta.