13:35
Kastljós
Embættistaka Trump, erlendar netverslanir, Ungfrú Ísland
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn í gær. Hann beið ekki boðanna heldur undirritaði fjölda forsetatilskipana, meðal annars um að veita sakaruppgjöf um 1200 manns sem réðust á þinghúsið fyrir fjórum árum. Þá vekur samkrull hans við auðjöfurinn Elon Musk, og forstjóra stærstu tæknifyrirtækja heims, athygli og spurningar. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur, spá í spilin í Kastljósi.

Við höldum áfram umfjöllun okkar um erlendar netverslanir. Eins og fram kom í síðustu viku er tilboð á netverslunum á borð við Temu og Shein oft of góð til að vera sönn. Suma neytendur grunar hins vegar að vörur í hillum íslenskra verslana séu í mörgum tilfellum þær sömu og hjá netverslununum, nema á uppsprengdu verði. Er það svo? Við könnum málið.

Leikritið Ungfrú Ísland, sem byggir á samnefndri skáldsögu Auða Övu Ólafsdóttur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina. Kastljós leit á æfingu og ræddi við aðstandendur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 26 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,